Quantcast
Channel: Eldhússögur – Eldhússögur
Viewing all 289 articles
Browse latest View live

Fylltir sveppir

$
0
0

Fylltir sveppirÉg held að fáar þjóðir séu jafn þakklátar fyrir smá sólarglætu og við Íslendingar. Þegar ég bjó í Svíþjóð hneykslaðist ég oft á vanþakklæti Svía þegar kom að veðrinu. Sumrin í Svíþjóð eru dásamleg, bæði löng og hlý. Samt eru Stokkhólmsbúar stöðugt að kvarta yfir því að sumrin þeirra séu stutt, köld og blaut og þeir grínast jafnvel með að það ætti eiginlega ekki að vera byggjanlegt í svona köldu landi. Meðalhitinn í júlí í Stokkhólmi er þó nálægt 22 stiga hita! Þegar talað er um sumarveðrið í Stokkhólmi þá draga Stokkhólmsbúar gjarnan fram þá fáu daga þegar veðrið var ekki gott. Hér á Íslandi bregst það ekki, sama hversu slæmt sumarið hefur verið, alltaf má heyra okkur Íslendingana segja: “Við fengum nú rosalega góða tvo daga þarna snemma í sumar!” eða eitthvað álíka. Ég ætla nú rétt að vona að þessir tveir dásamlegu sólardagar um helgina verði ekki þessir “tveir góðu dagar” sem við þurfum að vitna í eftir sumarið! Reyndar munum við fjölskyldan fá okkar skerf af sól og líklega gott betur þar sem að við gerum húsaskipti í heilan mánuð í sumar og dveljum þá í Michigan í Bandaríkjunum en meðalhiti þar í júlí er hvorki meira né minna en 29 gráður.

IMG_5747

Ég átti alltaf eftir að setja inn fleiri uppskriftir frá útskriftarveislunni hennar Óskar. Ég bauð þá upp á meðal annars fyllta sveppi sem voru afar ljúffengir. Þeir eru líka mjög hentugir á smáréttahlaðborð. Ég útbjó þá kvöldið áður og setti beint á ofnplötu með plastfilmu yfir og geymdi í ísskáp. Ég hitaði sveppina svo rétt áður en veislan hófst þannig að þeir voru enn volgir en það er vel hægt að bera þá fram kalda.

Uppskrift (ca. 16 sveppir):

  • 500 g sveppir (gott að velja meðalstóra sveppi, alla svipað stóra)
  • 1.5 msk olía
  • 4 -5  hvítlauksrif, saxaður mjög fínt eða pressaður
  • 1 blaðlaukur, hvíti hlutinn saxaður mjög smátt
  • Ítölsk hvítlauksblanda frá pottagöldrum (eða annað gott hvítlaukskrydd)
  • 1/4-1/2 tsk cayenne pipar
  • salt og grófmalaður svartur pipar
  • 1 box (200 g) Philadelphia rjómaostur með hvítlauki og kryddjurtum, látið ná stofuhita
  • ca. 50 g rifinn Parmesan ostur

IMG_5672

Ofn hitaður í 175 gráður og ofnplata klædd bökunarpappír. Sveppir hreinsaðir varlega með eldhúspappír og stönglarnir losaðir úr sveppunum. Sveppastönglarnir eru því næst saxaðir mjög smátt og þeir steiktir á pönnu ásamt hvítlauknum og blaðlauknum upp úr olíunni (þess skal gæta að laukurinn brenni ekki). Þegar sveppirnir hafa tekið lit er pannan er tekin af hellunni og látið kólna dálítið. Þá er rjómaosti, helmingnum af parmesan ostinum og kryddum bætt út í og blandað vel saman, smakkað til og kryddað meira eftir smekk. Sveppahöttunum er raðað á ofnplötuna. Hver sveppur er því næst fylltur vel að sveppa/ostablöndunni. Að lokum er afgangnum af rifna parmesan ostinum dreift yfir sveppina. Bakað í ofni við 175 gráður í um það bil 20 mínútur eða þar til sveppirnir byrja að mynda vökva og osturinn hefur brúnast.

IMG_5674IMG_5745


Filed under: Grænmetisréttir, Smáréttir Tagged: auðveldur smáréttur, einfaldur smáréttur, fingramatur, fylltir sveppir, fylltir sveppir uppskrift, hugmynd að smáréttum, partýmatur, partýmatur uppskrift, partýréttir, pinna og fingramatur, pinnamatur, pinnamatur hugmyndir, pinnamatur uppskrift, smáréttaborð, smáréttahlaðborð, smáréttir uppskrift, uppskrift að fylltum sveppum

Focaccia með hvítlauk og basiliku

$
0
0

IMG_6084Frábær helgi er að baki þar sem við nutum afar ljúffengs matar alla helgina. Eftir góða törn í garðvinnu á laugardaginn enduðum við úti að borða um kvöldið á Sjávargrillinu með góðum vinum. Þar fengum við dásamlega góðan mat í afar huggulegu umhverfi, ég mæli með þessum stað! :) Í gær vorum við systkinin og fjölskyldur öll í mat hjá foreldrum mínum þar sem allir lögðu til eitthvað gott á kvöldverðaborðið. Ég gerði eftirrétt sem sló í gegn og fer því örugglega á bloggið við fyrsta tækifæri. Þessa ljúfu helgi enduðum við hjónin á bíóferð í gærkvöldi, sáum Edge of tomorrow og fannst hún stórgóð.

Um daginn bakaði ég ákaflega gott focaccia brauð og bauð stelpunum í saumaklúbbnum mínum. Mér finnst foccacia brauð svo góð og skemmtleg að baka. Bæði eru þau afar einföld og svo er hægt að gera svo mörg tilbrigði af brauðinu. Að þessu sinni gerði ég hvítlauks focaccia með ferskri basilku, dásamlega bragðgott brauð sem bragðast best nýbakað og volgt.

Uppskrift:

  • 1 pakki þurrger Kornax hveiti - blátt
  • 5 dl volgt vatn
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 msk sykur
  • 2 tsk salt
  • ca. 12 dl Kornax brauðhveiti (í bláu pökkunum)

Fylling:

  • 1 dl ólífuolía
  • 1 box (30 g) basilika, blöðin notuð
  • 2 stór hvítlauksrif, saxaður mjög fínt
  • 1/2 sítróna, skoluð vel og hýðið rifið fínt
  • maldon salt
  • grófmalaður svartur pipar

Þurrgerið er hrært út í vatnið ásamt sykri, salti og ólífuolíu. Hveitinu er því næst bætt út í og deigið hnoðað í hrærivél eða í höndunum þar till það verður slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast eða í um það bil 45-60 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð mjög vel með olíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Viskastykki lagt yfir og látið hefast í um það bil 30 mínútur. Á meðan er ofn hitaður í 250 gráður og fyllingin undirbúin.

Fylling:  Ólífuolíu og basiliku er blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Því næst er hvítlauk og sítrónuhýði bætt út í. Smakkað til með salti og pipar.

IMG_6075

Þegar brauðið hefur lyft sér er fingri stungið í deigið og myndaðar holur hér og þar. Fyllingunni er dreift jafnt yfir allt brauðið og bakað í miðjum ofni við 250°C í ca. 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið fallega brúnt.

IMG_6085IMG_6092


Filed under: Brauð Tagged: focaccia brauð, focaccia brauð uppskrift, focaccia uppskriftir, gott brauð, hvítlauksbrauð uppskrift, hvítlauksbrauð uppskriftir, uppskrift að focaccia, uppskrift hvítlauksbrauð, uppskriftir hvítlauksbrauð

Pavlova í formi með lakkrískurli og súkkulaðirúsínum

$
0
0

IMG_6151Gleðilega hátíð! :) Þessi 17. júní var ansi blautur og hráslagalegur en á þjóðhátíðardaginn fyrir tveimur árum var ég nýfarin að blogga og þá skrifaði ég þessa færslu. Sá þjóðhátíðardagur var það hlýr og góður að við gátum borðað kvöldmatinn úti en sumarið 2012 var reyndar óvenju þurrt og hlýtt. Í kvöld voru sem sagt engar aðstæður til þess að grilla eða borða úti en samt sem áður snæddum við afar ljúffenga máltíð sem ég ætla að setja hér inn á bloggið sem allra fyrst.

Um síðustu helgi var matarboð hjá foreldrum mínum þar sem við systkinin lögðum til nokkra rétti. Ég tók að mér eftirréttinn eins og oft áður, mér finnst ofsalega gaman að búa til eftirrétti! :) Að þessu sinni prófaði ég mig áfram með Pavlovu í formi. Það er rosalega þægilegt að gera Pavlovu í eldföstu móti, bæði fljótlegt og einfalt. Að þessu sinni setti ég allskonar gúmmelaði saman við réttinn sem kom afar vel út. Ég átti kassa með súkkulaðirúsínum og salthnetum og sá í hendi mér að það færi vel út í rjómann. Hins vegar er litla frænka mín með bráðaofnæmi fyrir salthnetum þannig að ég notaði bara súkkulaðirúsínurnar að sinni en ætla að prófa að hafa líka salthneturnar næst. Uppskriftin er stór en það er ekkert mál að helminga hana og nota þá minna eldfast mót.

IMG_6149

IMG_6152

Uppskrift (f. 8 – 10)

  • 8 eggjahvítur
  • 400 gr sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 3 tsk edik (t.d. borðedik eða hvítvínsedik)
  • 1 poki Nóa lakkrískurl (150 g)
  • 1/2 líter rjómi
  • 150 g Nóa og Siríus súkkulaðirúsínur
  • 1 pakki kókosbollur (4 stykki), skornar fremur smátt
  • 100 gr Siríus suðusúkkulaði + 1-2 msk rjómi eða mjólk
  • Ber og ávextir, t.d. jarðaber, bláber, hindber, blæjuber, kíwi, vínber og ástaraldin

IMG_6125

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur stífþeyttar, sykri bætt smám saman út í ásamt ediki og salti. Að síðustu er lakkrískurlinu bætt út í. Marengsinn settur í eldfast mót (mótið sem ég notaði er ca. 35×25 cm.) og bakaður við 175 gráður í 30 mínútur, þá er lækkað niður í 135 gráður og bakað í 30 mínútur til vibótar. Eftir það er slökkt á ofninum og marengsinn látin kólna í ofninum, helst yfir nóttu, þó ekki nauðsyn. Rjóminn er þeyttur, Siríus súkkulaðirúsínum er því næst bætt út í ásamt kókosbollunum og rjómanum síðan smurt yfir marengsinn.

IMG_6129Skreytt með berjum og ávöxtum. Ég notaði jarðaber (2 box), bláber (1 box), blæjuber (1 box) og 2 ástaraldin. Að lokum er suðusúkkulaði brætt, mjólk eða rjóma blandað saman við til að þynna blönduna og súkkulaðinu dreift yfir berin og ávextina.

IMG_6135

IMG_6142IMG_6156


Filed under: Eftirréttir Tagged: auðveldur eftirréttur, eftirréttur fyrir marga, kókosbollur uppskrift, lakkrískurl uppskrift, marengs í formi, marengs í skál, marengs eftirréttur, marengs með kókosbollum, marengs með lakkrískurli, marengsbomba, marengskaka, marengsterta, margengs með súkkulaðirúsínum, Pavlova, pavlova í formi, pavlova með ástaraldin, pavlova með jarðaberjum, pavlova uppskrift

Kjúklingur með basiliku/klettasalatspestói og mozzarella

$
0
0

IMG_6187Í gærmorgun var seinni hluti myndartökunnar sem ég pantaði hjá Lalla ljósmyndara. Í apríl tók hann frábærar myndir af fermingardrengnum okkar og í gær var komið að því að taka myndir af stúdínunni. Elfar og Alexander skutust úr vinnunni og Lalli byrjaði á því að taka nokkrar fjölskyldumyndir af okkur öllum saman. Við vorum mjög heppin því að ákkurat á þessum tímapunkti stytti upp og það sást meira að segja til sólar. Myndirnar voru allar teknar úti, mér finnst útimyndir alltaf koma langbest út. Ég er spennt að fá allar þessar ljósmyndir og er þegar byrjuð á því að vinna að nýjum myndavegg á heimilinu.

Í fyrrakvöld fékk ég hugmynd að kjúklingarétti sem ég ákvað að framkvæma. Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið, heimatilbúið pestó, pastasósa og mozzarella – það þarf nú mikið til þess að útkoman klikki þegar þessi hráefni koma saman. En ég verð samt að segja að útkoman varð enn betri en ég bjóst við, þetta er hrikalega góður réttur sem ég hvet ykkur til að prófa! Heimatilbúið pestó er svo svakalega gott og hérna blandaði ég saman basiliku og klettasalati sem mér finnst gera pestóið að extra miklu lostæti. Það er vissulega hægt að nota tilbúið pestó en heimatilbúið er fljótgert og þúsundfalt betra. Ég notaði kjúklingalundirnar frá Rose Poultry og þær eru svo rosalega meyrar og mjúkar! Ég vann kjúklingabækling fyrir Innnes sem flytur þennan kjúkling inn og eftir að hafa prófað kjúklinginn frá þeim þá nota ég satt að segja engan annan kjúkling, mér finnst hann langbragðbestur og ofsalega meyr. Kannski setja sumir fyrir sig að kjúklingurinn sé frosinn en mér finnst það ekkert mál. Ég tók ég kjúklingalundirnar (fékk þær í versluninni Iceland) út úr frystinum skömmu áður en ég byrjaði að elda, tók mesta frostið úr þeim við lágan hita í örbylgjuofninum (þannig að kjötið byrji samt ekki að eldast), lundirnar þiðnuðu á örskömmum tíma og voru bókstaflega mjúkar eins og smjör í réttinum! Varðandi kjúklingabæklinginn þá er hann að finna rafrænt hér, auk þess er hann í flestum matvöruverslunum (þó ekki Nettó). Ef þið hafið ekki fundið bæklinginn enn og viljið frekar prentað eintak í stað rafræns, hafið þá samband við mig í gegnum netfangið mitt eða í gegnum skilaboð á Facebook.

Uppskrift f. ca. 3:

  • 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
  • salt og pipar
  • ca. 200 ml (hálf krukka) pastasósa frá Hunt’s með hvítlauk og kryddjurtum – garlic & herbs (kemur í 396 ml glerkrukkum)
  • 1 mozzarellaostur (kúlan í bláu pokunum, 125 g)

Pestó:

  • 50 g klettasalat
  • ca. 1 box fersk basilika (30 g)
  • 1 dl graskersfræ (líka hægt að nota furuhnetur eða kasjúhnetur)
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 – 1½ dl ólífuolía
  • 2 dl parmesan ostur, rifinn
  • salt og pipar

Ofn hitaður í 200 gráður og pestóið búið til: Basilikan (allra grófustu stönglarnir ekki notaðir), klettasalat og hvítlaukur er saxað gróft. Graskersfræin eru þurrristuð á pönnu. Öllu blandað saman í skál ásamt parmesan ostinum og mixað í blender eða með töfrasprota. Ólífuolíunni blandað út í mjórri bunu þar til pestóið er orðið hæfilega þykkt. Smakkað til með salti og pipar.

IMG_6174

Kjúklingurinn er kryddaður með salti og pipar og lagður í eldfast mót. Því næst er pestóinu dreift jafnt yfir kjúklinginn og þá pastasósunni. Mozzarellaosturinn er skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar yfir pastasósuna. Bakað í ofni í ca. 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með góðu salati, gjarnan klettasalati og kokteiltómötum og góðu brauði. Ég bar líka fram með réttinum ofnbakaðar kartöflur og sætkartöflur með ítalskri kryddblöndu og giska á að pasta færi líka vel með réttinum.

IMG_6176IMG_6178IMG_6183


Filed under: Kjúklingur Tagged: auðveldur kjúklingaréttur, ítalskur kjúklingur uppskrift, basilikupestó, einfaldur kjúklingaréttur, góður kjúklingaréttur, heimatilbúð pestó uppskrift, kjúklingabringur í ofni, kjúklingabringur í ofni uppskrift, kjúklingalundir uppskrift, kjúklingur í ofni, kjúklingur með mozzarella, kjúklingur með pestó, Klettasalatspestó, pestó uppskrift

Mexíkóskur brauðréttur

$
0
0

Mexíkóskur brauðrétturÞað er aldrei of mikið framboð af góðum uppskriftum að heitum brauðréttum. Mér finnst allavega gulls ígildi að eiga margar slíkar uppskriftir í handraðanum enda er ekki hægt að halda kökuboð án slíks réttar. Ég held að flestir gestgjafar séu sammála um að heitu brauðréttirnir eru alltaf vinsælastir í afmælum eða öðrum kökuveislum og ég passa mig alltaf á að vera með nóg af þeim, helst tvær tegundir. Ég er búin að setja inn nokkrar slíkar uppskriftir hingað á síðuna, hér, hér og hér. Nú bætist ein uppskriftin við, þetta er uppskrift sem ég skellti í um helgina út frá framboðinu í ísskápnum og heppnaðist svona ljómandi vel, alveg skotheldur brauðréttur! :)

IMG_6250

Uppskrift:

  • 16 – 18 brauðsneiðar, skornar í teninga (ég sker það mesta af skorpunni burtu)
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 1 blaðlaukur, hvíti hlutinn smátt saxaður
  • 250 g skinka, skorin í bita
  • 1 stór rauð paprika, skorin í bita
  • 1 dós aspas (ca 400 g)
  • salt og pipar
  • góð kryddblanda (ég notaði Pasta Rossa frá Santa Maria)
  • 1 msk Oscars grænmetiskraftur
  • 1stk mexíkó ostur (150 g), skorinn niður í litla teninga
  • 1stk bóndabrie ostur (100 g), skorinn niður í litla teninga (hægt að sleppa)
  • 250 g fetakubbur (eða fetaostur án olíunnar), mulin niður
  • 2 dl rjómi
  • 2 dl  mjólk
  • 1 poki rifinn gratín ostur (200 g)
  • Doritos ostasnakk (má sleppa)

IMG_6228

Ofn hitaður í 200 gráður. Brauðteningum er dreift í smurt eldfast mót. Gott er að bleyta aðeins upp í brauðinu með aspassafanum. Sveppir, blaðlaukur, paprika og skinka steikt á pönnu og aspasnum bætt út í. Kryddað með salti, pipar, grænmetiskrafti og góðri kryddblöndu líkt og Pasta Rossa. Mexíkó osti, brieosti og fetaosti bætt út á pönnuna ásamt mjólk og rjóma. Látið malla við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað. Þá er blöndunni hellt yfir brauðteningana, því næst ostinum dreift yfir og Doritos flögum stungið ofan í hér og þar. Bakað við 200 gráður í 25 – 30 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit.

IMG_6251IMG_6257


Filed under: Brauð Tagged: brauðréttur með aspas, brauðréttur með skinku, brauðréttur með skinku og aspas, brauðréttur með snakki, brauðréttur uppskrift, einfaldur brauðréttur, Góður brauðréttur, góður heitur réttur, heitir brauðréttir, heitir brauðréttir uppskriftir, Heitir réttir, Heitir réttir uppskriftir, heitur brauðréttur, heitur réttur, heitur réttur skinka aspas, heitur réttur uppskrift

Rabarbarabaka með jarðaberjum og hvítu súkkulaði

$
0
0

Rabarbarabaka með jarðaberjum og hvítum súkkulaðiMér finnst alltaf dálítið skrítið og óþægilegt að skrifa lýsingar við uppskriftirnar sem ég set hér inn á síðuna. Að skrifa um mat, sem ég hef sjálf útbúið, eitthvað í líkingu við “dásamlega gott og besti réttur í heimi” hljómar eins og mann skorti alla hógværð og sé í meira lagi sjálfumglaður! :) Ég er nefnilega meira týpan í ætt við ömmur þessa lands, þar sem þær standa við matarborðið og segja: “Æ, þetta er nú nauðaómerkilegt, vonandi getið þið borðað eitthvað af þessu”. Hins vegar finn ég það sjálf þegar ég skoða matarblogg að ég vil fá álit á uppskriftunum. Þegar ég sé uppskrift á bloggi sem ekkert er skrifað um, bara “hér kemur uppskrift að… ” þá dæmi ég ósjálfrátt uppskriftina úr leik, tel að hún sé ekkert sérstök. Að þessu sögðu þá kynni ég til leiks langbesta rabarbarapæ sem ég hef smakkað hingað til! ;) Ég ákvað sem sagt að gera rabarbaraböku en þar sem hún verður stundum heldur til súr lagði ég höfuðið í bleyti, hvað gæti vegið upp á móti því? Jarðaber voru augljóst svar, svo sæt og góð. Mér finnst hvítt súkkulaði passa einstaklega vel við heita berja- og ávaxtarétti og ákvað að prófa það með. Mylsnan ofan á er klassísk en svo ótrúlega góð. Ég bauð stórfjölskyldunni upp á þessa böku um síðustu helgi og hún var kláruð upp til agna í einni svipan með þeim orðum að þetta væri besta rabarbarabakan sem þau hefðu smakkað … það er sem sagt ekki bara ég sem er að slá um mig! :)

IMG_6242

Áður en ég set inn uppskriftina að þessari ljúffengu böku þá langar mig að benda á að ég er komin í samstarf við fyrirtækið Eldum rétt. Þetta fyrirtæki er með ákaflega sniðuga matarpakkaþjónustu þar sem heimili fá tilbúin hráefni ásamt uppskriftum fyrir kvöldmatinn. Á miðnætti í kvöld rennur út frestur til þess að panta sér matarpakka fyrir næstu viku. Um er að ræða þrjá rétti og þar af er einn vinsælasti réttur Eldhússagna, ofnbakaður þorskur með pistasíusalsa. Þetta er ótrúlega sniðugt og hagkvæmt, hér skrifaði ég ýtarlega um þessa þjónustu. Þegar matarpakkinn er pantaður í fyrsta sinn þá fær maður öll hráefni fyrir þrjár máltíðir fyrir einungis 5490 krónur fyrir tvo og 9490 krónur fyrir fjóra. Ég held að það sé erfitt að slá út þetta verð! Að auki er svo þægilegt að þurfa ekkert að hugsa um hvað eigi að hafa í matinn og ofsalega auðvelt að elda þegar öll hráefnin eru tilbúin, viktuð og mæld. Það er líka upplagt að fá krakkana með sér í eldamennskuna þegar umgjörðin er svona einföld. Endilega kíkið á Eldum rétt!

Uppskrift: 

  • 5-600 g rabarbari, skorinn í bita
  • 250 g jarðaber, helst fersk, skorin í sneiðar
  • 2/3 dl sykur
  • 2 msk maísmjöl
  • 100 g Siríus hvítir súkkulaðidropar (þ.e 2/3 úr pokanum)
  • 2 dl Kornax hveiti
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 2 dl haframjöl
  • 110 g smjör (kalt)

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Rabarbara, jarðaberjum, maísmjöli og 3/4 dl sykri er blandað saman og sett í eldfast mót. Hvítu súkkulaðidropunum er því næst dreift yfir.

Hveiti, púðursykur, sykur, haframjöl og smjör er mulið saman í höndunum þar til að blandan minnir á haframjöl. Þá er blöndunni dreift yfir berin og rabarbarann. Bakað við 180 gráður í 35-40 mínútur eða þar til toppurinn er orðin gullinbrún og berjablandan farin að “bubbla” upp um hliðar formsins. Borið fram heitt með þeyttum rjóma eða vanilluís.

IMG_6214IMG_6224


Filed under: Bökur Tagged: baka með rabarbara og jarðaberjum, rabarabarabaka með hvítu súkkulaði, rabarabarapæ með hvítu súkkulaði, rabarbara pæ, rabarbara pæ uppskrift, rabarbarabaka, rabarbarabaka uppskrift, rabarbarapæ, rabarbarapæ uppskrift, rabarbari uppskriftir, rabbabara pæ uppskrift, rabbabarabaka uppskrift, rabbabari uppskrift, rabbarbarapæ uppskrift

Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða kjúklingasúpa

$
0
0

Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða sweet chili kjúklingasúpa IMG_6733Þessi réttur er býsna skemmtilegur því fyrir utan það að vera framúrskarandi gómsætur þá er hægt að útfæra hann á tvo vegu. Ég byrjaði á því að prófa mig áfram með kjúklingasúpu. Þegar ég fór að smakka hana til þá sá ég í hendi mér að núðlur færu feikilega vel með þessum súpugrunni. Ég get satt að segja ekki komist að niðurstöðu um hvor útfærslan er betri – ég elda þær alltaf til skiptis því báðar eru lostgæti. Það kemur á óvart hversu mikið núðlurnar breyta súpunni. Ég læt ykkur um að velja hvort þið viljið ljúffenga kjúklingasúpu eða kræsilegan núðlurétt.

IMG_6712

IMG_6726Sweet chili núðluréttur með kjúklingi eða sweet chili kjúklingasúpa f. 4

  • 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry, afþýddar og skornar í bita
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 150 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt
  • 1/4 – 1/2 rautt chili pipar, fræhreinsaður og saxaður smátt
  • 1 lítil eða ½ stór rauð paprika, skorin í bita
  • 1 lítil gul eða ½ stór paprika, skorin í bita
  • 100 g Philadelphia ostur með sweet chili
  • 600 ml kjúklingakraftur (600 ml sjóðandi vatn + 3 tsk kjúklingakraftur frá Oscar)
  • 2 dl rjómi
  • 1/2 dl sweet chili dip sauce
  • 2/ 3 dl fersk steinselja, söxuð smátt
  • 1/2 -1 tsk paprika (krydd)
  • ¼ -1/2 tsk chili krydd (t.d. chili explosion eða chili duft)
  • 150 g medium egg núðlur frá Blue Dragon (ef útbúa á núðluréttinn)
  • ca 200 g brokkolí, skorið í bita
  • saltflögur og grófmalaður svartur pipar

Ólífuolía hituð í stórum potti og laukur steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Þá er sveppum, hvítlauki, chili pipar og papriku bætt út í og steikt í smá stund. Því næst er Philadelphia ostinum, kjúklingakraftinum, rjómanum, sweet chili sósunni, steinseljunni og kryddunum bætt út í og látið malla í 2-3 mínútur. Svo er kjúklingum bætt út í, suðan látin

koma upp og látið malla í um það bil 6-8 mínútur eða þar til kjúklingur er hér um bil eldaður í gegn. Að lokum er brokkolí bætt út og látið malla í 4-5 mínútur til viðbótar. Ef útbúa á núðluréttinn er núðlunum bætt út með brokkolíinu og látið malla þar til núðlurnar eru passlega soðnar. Smakkað til með salti, pipar og papriku og chili kryddi eftir smekk.

IMG_6707

IMG_6731


Filed under: Kjúklingur, Súpur og grautar Tagged: austurlensk núðlusúpa, eggjanúðlur og kjúklingur, eggjanúðlur uppskrift, einfaldur núðluréttur, einföld kjúklingasúpa, fljótleg núðlusúpa, fljótlegur núðluréttur, kjúklinganúðlur, kjúklingasúpa með núðlum, kjúklingasúpa uppskrift, kjúklingur og núðlur, núðlur með kjúkling uppskrift, núðlur og kjúklingur, núðluréttir, núðluréttir uppskrift, núðluréttir uppskriftir, núðluréttur uppskrift, núðlusúpa uppskrift

Kornflex marengsterta með karamellukurli

$
0
0
Kornflex marengsterta með karamellukurliÞegar það er yfirvofandi óveður í júlí þá er bara eitt ráð í stöðunni, að borða eitthvað gott! Reyndar finnst mér það vera óbrigðult ráð í öllum stöðum. :) Það er eitthvað ómótstæðilegt við marengstertur og þessi terta er þar engin undantekning. Marengsinn er með Kornflexi og það er líka hægt að nota Rice Krispies ef maður kýs það heldur. Mér finnst óskaplega gott að nota karamellukurl og banana saman í svona marengstertur og jarðaberin og banana-Pippið kóróna verkið. Þetta er “must try” fyrir marengstertu-aðdáendur gott fólk! :)
IMG_6218IMG_6235
Marengs:
  • 220 sykur
  • 4 eggjahvítur (stór egg)
  • 2.5 bollar Kornflex
  • 1 tsk lyftiduft

Rjómafylling:

  • 5 dl rjómi
  • 150 g Nóa karamellukurl (1 poki)
  • 250 g fersk jarðaber, skorin í bita
  • 1-2 þroskaðir bananar, skornir í bita

Karamellukrem:

  • 4 eggjarauður
  • 4 msk flórsykur
  • 100 g Pipp súkkulaði með bananakremi
  • 2 msk rjómi eða mjólk
Ofn hitaður í 120 gráður við blástur Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er kornflex bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Rjóminn er þeyttur og Nóa karamellukurlinu ásamt jarðaberjunum og banönunum er bætt út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna.

IMG_6219IMG_6220

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Pippið er sett í skál ásamt 2 msk af rjóma eða mjólk og brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðaberjum.

IMG_6231

 


Filed under: Tertur Tagged: besta marengstertan, góð marengsterta, kornflex marengsterta, marengs uppskrift, marengsbomba, marengsbotn uppskrift, marengsterta með banönum, marengsterta með jarðaberjum, marengsterta með karamellu, marengsterta með karamellukurli, marengsterta með Pippi, marengsterta uppskrift, margengsterta með kornflex, uppskrift að marengstertu

Karamellu- og súkkulaðibitakökur

$
0
0

IMG_6300IMG_6298Í dag eru tvær vikur síðan við lögðum upp í skemmtilega Bandaríkjaför og nú er dvölin hálfnuð. Við byrjuðum á því að fara til New York í nokkra daga og erum núna í Michigan þar sem við gerðum húsaskipti. Við búum eins og blóm í eggi í stóru húsi með öllum þægindum, sundlaug sem tilheyrir húsinu, flottar strendur í nágrenninu og síðast en ekki síst njótum við sólar og sumaryls á hverjum degi! Ég er aðeins búin að missa mig í matvöruverslununum hér. Þvílíkt úrval af dásamlega góðum mat og verðið allt annað en heima. Við byrjum til dæmis alltaf daginn á amerískum pönnukökum með sírópi og öllum þeim ferskum berjum sem hugurinn girnist, beikoni og eggjum. Við fórum til Shipshewana sem er Amish-bær og þar keyptum við ótrúlega góða nautalund, hamborgara og fleira sem er að sjálfsögðu 100% lífrænt hjá Amishfólkinu. Það er því alltaf eitthvað gúrmei í matinn hjá okkur á kvöldin líka – sem sagt algjört matarævintýri! Endilega fylgist með Eldhússögum á Instagram, þar set ég reglulega inn myndir. Það er líka hægt að fara á forsíðu Eldhússagna og sjá þar myndirnar frá Instagram, þær eru hægra megin á síðunni.

Það voru farnar að safnast upp uppskriftir sem ég ætlaði að setja inn á síðuna í fríinu en satt best að segja hef ég bara ekkert nennt að sinna blogginu í þessu ljúfa fríi! :) Ég get þó ekki staðist mátið og sett inn þessa uppskrift að dásamlega góðum karamellu- og súkkulaðibita kökum sem Jóhanna og Katla vinkona hennar bökuðu rétt áður en við fórum af landinu. Jóhanna er afar hrifin af Subway smákökum og við erum alltaf að reyna útfæra uppskriftir sem ná þeim standard og ég held svei mér þá að þessi uppskrift komist ansi nálægt því!

IMG_6308

Uppskrift (ca. 20 kökur):

  • 120 gr smjör (við stofuhita)
  • 2 dl púðursykur
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 400 g Kornax hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1/4 tsk salt
  • 1 poki karamellukurl hjúpað súkkulaði frá Nóa og Siríus (150 g)

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjör, púðursykri og sykri er hrært saman. Því næst er eggjunum bætt út í, einu í senn. Þá er þurrefnunum bætt út í og hrært þar til allt hefur blandast vel saman. Að lokum er karamellukurlinu bætt út í.

Kúlur á stærð við litlar plómur eru mótaðar með höndunum og raðað á ofnplötu (passað að gefa þeim pláss til að fletjast út). Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur.

IMG_6302


Filed under: Smákökur Tagged: súkkulaðibitakökur, smákökur með karamellukurli, smákökur með súkkulaði, smákökur uppskrift, subway smákökur, subway smákökur uppskrift

Bláberjabaka

$
0
0

BláberjabakaMichigan-fylki framleiðir mest af bláberjum af öllum fylkjum Bandaríkjanna og núna er aðaluppskerutíminn fyrir bláber. Við fórum á bændamarkað hér í hverfinu og keyptum tæp 2.5 kíló af stórum og ljúffengum bláberjum á 1300 krónur. Þar keyptum við líka ferskan maís sem er dásamlega sætur og góður ásamt fleiru góðu grænmeti. Bláberin heima á Íslandi eru kannski ekki eins stór og hér í Michigan en þau eru sannarlega bragðgóð og nú er einmitt að renna upp sá tími að hægt sé að fara í berjamó. Ég ákvað að búa til einfalt og gott bláberjapæ úr bláberjunum mínum og nota “mylsnudeig” eða “smulpaj” eins og Svíarnir kalla það. Mér finnst það alltaf langbestu bökurnar.

IMG_6744

Uppskrift:

  • 750 g fersk bláber (eða frosin)
  • 3 tsk sykur
  • (2 msk kartöflumjöl ef berin eru frosin)
  • 140 g smjör (kalt)
  • 2 dl Kornax hveiti
  • 2 dl haframjöl
  • 1.5 dl sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 1-2 dl gott múslí eða granóla (má sleppa)
  • IMG_6726

Ofn hitaður í 225 gráður við undir- og yfirhita. Bláberin eru sett í eldfast mót (kartöflumjöli dreift yfir ef þau eru frosin) og 3 tsk sykri dreift yfir berin. Smjörið er skorin niður í litla bita og sett í skál. Þá er haframjöli, hveiti, sykri, salti bætt út í, allt mulið saman með höndunum og að síðustu er múslí/granóla blandað saman við deigið. Blöndunni er því næst dreift yfir bláberin. Bakað í um það bil 20-25 mínútur við 225 gráður. Borið fram heitt með ís eða þeyttum rjóma. IMG_6735

IMG_6751


Filed under: Bökur

Maís- og avókadósalsa

$
0
0

Maís- og avókadósalsaÞessar vikur sem við höfum dvalist í Michigan hefur ekki farið framhjá okkur að mikið er ræktað af maískorni hér í sveitunum. Gott framboð er af ferskum maísstönglum sem þarf bara að taka úr hýðinu og sjóða í örfáar mínútur og þá er komið á borð ljúffengt meðlæti. Það er með ólíkindum hversu góður maísinn er svona nýr og ferskur, hann er ákaflega sætur og bragðgóður, mjög frábrugðinn frosna maísnum sem við fáum aðallega heima á Íslandi svo ekki sé talað um úr dós.

IMG_6653 Það er þó stundum hægt að fá ferskan maís heima á Íslandi og þá mæli ég eindregið með að þið prófið þetta maís- og avókadósalsa sem er afar gott meðlæti með til dæmis öllum grillmat. Í þessari uppskrift er ferski maísinn notaður óeldaður og þá eru maískornin skemmtilega stökk og sæt. Ég held að það væri líka óskaplega gott að nota þetta salsa með góðum flögum líkt og Tostitos Scoops.

Unknown

Uppskrift: 

  • 1 stór, þroskaður avókadó, skorinn í bita
  • 2-3 msk safi af límónum (lime)
  • 2 stórir tómatar (blautasta innvolsið fjarlægt), skornir í bita
  • 2 ferskir maísstönglar
  • ca. 3 vorlaukar, hvíti og græni hlutinn saxað fremur smátt (hægt að skipta út fyrir ca. 1/4 rauðlauk, smátt söxuðum)
  • ca. 1/4 – 1/2 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður mjög smátt
  • handfylli ferskt kóríander, saxað smátt
  • salt og grófmalaður svartur pipar

Avókadóbitarnir settir í skál og límónusafanum hellt yfir. Þá er tómötunum bætt út í. Hýðið er fjarlægt af maísstönglunum og kornið skorið af stönglunum. Best er að leggja stöngulinn á skurðarbretti og renna beittum hníf meðfram öllum hliðum stöngulsins. Maísinum er því næst bætt út í skálina. Að síðustu er chili bætt út í ásamt kóríander. Smakkað til með salti, pipar og meiri límónusafa ef með þarf.

IMG_6638


Filed under: Grænmetisréttir, Meðlæti Tagged: avókadósalsa, ferskur maís uppskrift, gott mæðlæti, grill meðlæti, grillað nautakjöt meðlæti, grillmatur meðlæti, maíssalsa, meðlæti með grillmat, meðlæti með grilluðum mat, meðlæti með kjöti, Meðlæti uppskriftir, uppskrift að meðlæti, uppskrift avókadó, uppskrift maís

Grillgott með kókosbollum og karamellum

$
0
0

GrillgottMikið er dásamlegt að fá nokkra sólardaga svona síðsumars! Vissulega fengum við gott veður í Bandaríkjunum þó svo að það hafi reyndar verið óvenjukalt í Michigan miðað við árstíma. Það var þó yfirleitt heiðskýrt og þá fann maður hversu gott var að sjá heiðan himinn og fá ljúf sumarkvöld, nokkuð sem lítið hefur verið um í Reykjavík í sumar. Það er því eins gott að njóta góðu daganna sem við fáum nú og mér finnst grillmatur ómissandi á slíkum dögum. Ekki er síðra að grilla eftirréttinn og hér er ég með uppskrift að klassísku en ó svo góðu grillgotteríi!

IMG_6017

Uppskrift f. 4:

  • 1 stór banani, skorinn í sneiðar
  • 2 stórar perur, afhýddar og skorin í bita
  • 100 g vínber
  • 2-3 kíwi, skorin í bita
  • 1 poki Dumle karamellur (120 g)
  • 4 kókosbollur

IMG_6016

Ávöxtunum er blandað saman og settir í álbakka. Karamellurnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan til meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís.

IMG_6022 IMG_6030


Filed under: Eftirréttir, Grillað Tagged: eftirréttir á grillið, grillaðar kókosbollur, grillaðir ávextir, grillaður desert, grillaður eftirréttur, grilleftirréttur, kókosbollur á grillið, kókosbollur uppskrift, uppskrift kókosbollur

Ostakaka með eplum og karamellusósu

$
0
0

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Við enduðum Bandaríkjaferðina okkar í Chicago og fórum þar oftar en einu sinni á Cheesecake Factory veitingastaðinn. Þar er hægt að fá afar góðan mat og ekki eru ostakökurnar af verri endunum. Ég smakkaði ákaflega góða eplaostaköku á Cheesecake, mér finnst amerískar bakaðar ostakökur hnossgæti og elska allt með eplum og kanil – það var því gefið að mér þætti þessi kaka góð! Síðan þá hef ég haft löngun í að búa til svipaða ostaköku og lét verða af því í dag. Ég held svei mér þá að þessi ljúffenga kaka slagi vel upp í þessa sem ég fékk á Cheesecake Factory! :)

IMG_7282

Uppskrift:

  • 190 g Kornax hveiti
  • 75 g púðursykur
  • 170 g smjör, kalt
  • 400 g Philadelphia rjómaostur (2 dósir)
  • 150 g sykur + 1.5 msk sykur
  • 2 stór egg
  • 2 tsk vanillusykur
  • 4-5 meðalstór græn epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla bita
  • 1 tsk kanill
  • 1/4 tsk negull
Mylsna:
  • 150 g púðursykur
  • 100 g Kornax hveiti
  • 70 g haframjöl
  • 100 g smjör, kalt
  • 1/2 tsk kanill
Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Bökunarform eða eldfast form, ca. 33×23 cm, er smurt að innan. Hveiti og púðursykur blandað saman í skál og kalt smjörið skorið í litla bita. Því er svo mulið saman við þurrefnin með höndunum þar til allt er vel blandað saman og orðið að “klumpi”. Blöndunni er þrýst jafnt yfir botninn á eldfasta mótinu og bakað í ofni við 180 gráður í ca. 15 mínútur. Á meðan er ostakökublandan útbúin.
Rjómaosturinn og 150 g af sykri er hrært saman í hrærivél þar til blandan verður slétt. Þá er eggjum, einu í senn, bætt út í ásamt vanillusykri. Þessari blöndu er því næst hellt yfir heitan botninn. Eplum, 1.5 msk sykri, kanil og negul er blandað saman og dreift jafnt yfir rjómaostablönduna.
Öllum hráefnunum fyrir mylsnuna er blandað saman í höndunum þar til hún minnir á haframjöl og er dreift yfir rjómaostablönduna. Bakað við 180 gráður í  30-40 mínútur eða þar til ostakakan er tilbúin. Ostakakan er látin kólna og því næst geymd í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nóttu, þar til að hún hefur stífnað vel. Þá er hún skorin í passlega stóra bita og borin fram með heitri karamellusósu.
IMG_7286
Karamellusósa:
  • 150 g karamellur (ég notaði Nóa karamellusprengur sem eru súkkulaðihúðaðar að þessu sinni en ég mæli með að nota hreinar ljósar Töggur)
  • 1 msk rjómi

Allt hitað í skál yfir vatnsbaði þar til karamellurnar hafa bráðnað og blandast vel saman við rjómann.

IMG_7283


Filed under: Uncategorized

Bananapæ með karamellusósu og Daim súkkulaði

$
0
0

IMG_7333Um síðustu helgi héldum við upp á 10 ára afmæli yngsta barnsins á heimilinu. Hún er svo mikill heimshornaflakkari að þemað sem hún valdi sér í ár var París! Draumur hennar um að sjá New York rættist í sumar og nú stendur Parísarferð efst á óskalistanum. Við keyptum skemmtilegar Parísar servíettur, glös, blöðrur og dúk á Amazon í Bandaríkjunum sem setti tóninn fyrir afmælisþemað í ár. IMG_7432IMG_7436Jóhanna skoðaði Parísartertur á netinu og var með mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig tertan ætti að vera. Eins og mér finnst gaman að baka þá finnst mér alltaf jafn erfitt að skreyta afmælisterturnar. Það fer nefnilega ekkert sérlega vel saman að vera með metnað í afmælistertum en hafa svo ekkert sérstaklega mikla skreytingahæfileika! ;) Ég dreg alltaf þetta verkefni fram á síðustu stundu og er því yfirleitt nóttina fyrir afmælið í eldhúsinu að reyna að skreyta og skera út afmæliskökur sem krakkarnir hafa óskað eftir. Í ár ákvað ég að gera mér lífið létt og bað Önnu frænku mína, sem er konditor, um að gera afmælistertuna og það var frábær ákvörðun.

Eiffel turninn er úr súkkulaði en blúndan og slaufan úr sykurmassa.

Eiffel turninn er úr súkkulaði en blúndan og slaufan úr sykurmassa.

Kakan varð jú fyrir það fyrsta dásamlega falleg og góð, var nákvæmlega eins og Jóhanna mín óskaði sér og ég sjálf gat dundað mér við hefðbundinn kökubakstur og brauðréttagerð án þess að eiga kökuskreytingar hangandi yfir mér!

IMG_7356 IMG_7349 Ég var hins vegar mjög ánægð með ættingja mína sem héldu í fyrstu að ég hefði gert þessa glæsilega köku, það er mikið hrós fyrir manneskju með þumalputta á öllum þegar kemur að skreytingum! :) Anna er menntaður konditor og er með Facebook síðu hér.

IMG_7336

Ein kakan í afmælinu sem fékk mikið lof var þetta banana-karamellupæ. Sjálfri finnst mér allt sem hefur samsetninguna bananar, karamellur og rjómi ákaflega gott. Ég setti inn uppskrift af svipaðri böku hér en það þarf að hafa meira fyrir henni enda er karamellusósan heimagerð. Þetta pæ er hins vegar ótrúlega fljótlegt og einfalt en sjúklega gott og hentar mjög vel sem eftirréttur. Hugmyndin kom út frá þessari karamellusósu sem ég keypti í Þinni verslun og var búin að eiga inni í skáp þónokkuð lengi. Ég fór á síðuna hjá þeim og sá að þessar vörur eru seldar á eftirfarandi stöðum: í Melabúðinni, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Kringlunni, Ostabúðinni Skólavörðustíg, Vínberinu Laugavegi, Garðheimum, Kjöthöllinni Háaleitisbraut, Þinni Verslun í Breiðholti, Mjólkurstöðinni Neskaupsstað, Blómasetrinu Borganesi og Býflugan og blómið á Akureyri.

IMG_7321

Uppskrift:

  • 300 g Digestive kex
  • 150 g smjör, brætt
  • 3 stórir þroskaðir bananar eða 4 litlir
  • 1 krukka karamellusósa frá Stonewall Kitchen (Stonewall Kitchen Sea Salt Caramel Sauce 347g)
  • 500 ml rjómi
  • 2 tvöföld Daim súkkulaði (56 g stykkið), saxað

Ofn stilltur á 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör brætt og kex mulið smátt og því blandað saman við smjörið. Blöndunni þrýst ofan í smurt eldfast bökuform. Botninn bakaður í 10 mínútur og leyft að kólna. Rjóminn er þeyttur. Bananar eru skornir í þunnar sneiðar og raðað yfir kaldan botninn. Því næst er helmingnum af karamellusósunni dreift yfir bananana og hluta af rjómanum dreift yfir. Þá er restinni af banönunum dreift yfir rjómann, þá afgangnum af karamellusósunni og að lokum er öllum rjómanum smurt yfir eða sprautað með rjómasprautu. Söxuðu Daim súkkulaði er að síðustu dreift yfir rjómann.

IMG_7330IMG_7335


Filed under: Afmæli, Bökur, Eftirréttir Tagged: auðveldur eftirréttur, banana karamellu eftirréttur, banana og karamellu eftirréttur, bananabaka, bananabaka með karamellusósu, bananapæ, bananar karamellusósa daim, bananar með karamellu, bananar og karamellusósa, eftirréttur fyrir matarboð, eftirréttur með daim, einfaldur eftirréttur, góður eftirréttur

Rjómalagaður kjúklingapottréttur

$
0
0

Rjómalagaður kjúklingapottrétturÞessi pottréttur er frábærlega bragðgóður og mikið lostæti. Það er einstaklega einfalt að búa hann til, allt fer á pönnuna og hér um bil eldar sig sjálft. Þetta er tilvalinn laugardagsréttur. Hvítvínsflaskan opnuð fyrir matargerðina og svo er hægt að njóta þess að dreypa á restinni af víninu með matnum. :)

Rjómalagaður kjúklingapottréttur f. 3-4

  • 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry, skornar í bita
  • ólífuolía til steikingar
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 dós niðursoðnir tómatar með basiliku og oregano frá Hunts (411 g)
  • 2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscars
  • 1½ dl hvítvín (eða mysa)
  • 3 dl rjómi eða matreiðslurjómi
  • 1 tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk paprikukrydd
  • salt & pipar

IMG_6651

Kjúklingurinn kryddaður með salti og pipar. Laukurinn er steiktur á pönnu þar til hann er mjúkur. Því næst er kjúklingi og sveppum bætt út á pönnuna og steikt þar til hvort tveggja hefur tekið góðan lit. Þá er tómötunum, kjúklingakraftinum, hvítvíninu, rjómanum og kryddunum bætt út í og látið malla í ca. 10-15 mínútum. Smakkað til og kryddað meira við þörfum. Borið fram með góðu salati og hrísgrjónum, gott er að blanda Tilda basmati hrísgrjónunum við Tilda vilt hrísgrjón.

IMG_6647


Filed under: Kjúklingur Tagged: auðveldur kjúklingaréttur, einfaldur kjúklingaréttur, góð kjúklingauppskrift, kjúklingabringur uppskrift, kjúklingalundir uppskrift, kjúklingapottréttur, Kjúklingaréttur, kjúklingaréttur í pönnu

Rúllutertubrauð með pestó og mozzarella

$
0
0

Rúllutertubrauð með pestói og mozzarellaÞegar ég var með afmæli um daginn langaði mig að breyta út af venjunni og hafa öðruvísi rúllutertubrauð. Ég var ekkert viss um að þetta yrði gott en svo fór að þessi rúllutertubrauð kláruðust fyrst af öllum réttunum. Mér finnst galdurinn liggja í að búa til sitt eigið pestó, það er svo ákaflega gott! En auðvitað er líka hægt að kaupa tilbúið pestó og nota það í staðinn. Eins og stundum þegar ég prófa einhvern nýjan rétt í veislum þá eru engin góð tækifæri til þess mynda afraksturinn en ég náði þó að smella einni mynd af sneið áður en allt kláraðist.

Uppskrift:

  • 1 rúllutertubrauð
  • ca. 140 g skinka (ég notaði reykta skinku frá Ali), skorin í bita
  • ca. 15 svartar ólífur, saxaðar gróft
  • 2 msk smátt saxaðaðir sólþurrkaðir tómatar (gott að nota dálítið af olíunni með)
  • 1 mozzarella ((kúlan í bláu pokunum, 120 g), skorin í bita
  • 1 dl rifinn parmesan ostur
  • salt og pipar
  • rifinn ostur og/eða parmesan ostur ofan á brauðið
  • ca. 2 dl pestó – tilbúið eða heimagert.
  • Heimagert pestó:
  • 30 g fersk basilika
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 70 g kasjúhnetur (eða furuhnetur)
  • 1 dl rifinn parmesan ostur
  • ca. 1.5-2 dl ólífuolía
  • salt og pipar

Öllu blandað vel saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.pestó

Ofn hitaður í 180 gráður. Pestóinu er blandað saman við skinku, ólífur, sólþurrkaða tómata, mozzarella ost og rifinn parmesan ost. Smakkað til með salti og pipar. Rúllutertubrauðið er lagt á bökunarpappír. Blöndunni er því næst smurt á rúllutertubrauðið og því rúllað varlega upp með hjálp bökunarpappírsins, samskeytin látin snúa niður. Rúllan er þá færð á bökunarpappírnum yfir á ofnplötu. Rifnum osti og/eða rifnum parmesan osti dreift yfir rúlluna (ég notaði líka nokkrar sneiðar af mozzarella osti) og hún hituð í ofni í ca. 15 mínútur við 180 gráður eða þar til að rúllan er orðin heit í gegn og osturinn farinn að bráðna.

 


Filed under: Brauð, Uncategorized Tagged: brauðréttur uppskrift, gott rúllutertubrauð, heitt rúllutertubrauð, heitur brauðréttur, rúllubrauð, rúllubrauð í ofni, rúllubrauð með pestó, rúllubrauð uppskrift, rúllutertubrauð í ofni, rúllutertubrauð með mozzarella, rúllutertubrauð með pestó, rúllutertubrauð með skinku, rúllutertubrauð uppskrift

Laxabuff með ferskum kryddjurtum, tómatakúskús og avókadó/chilisósu

$
0
0

Laxabuff með avókadó-chilisósuÞað er stundum lengri aðdragandi að sumum réttum en öðrum. Þessi réttur er einn af þeim, samt er þetta þó einn fljótlegasti réttur sem ég hef gert lengi. Þetta byrjað allt með því að ég fékk svo góðan laxaborgara á Nauthól – það var fyrir þremur árum. Ég reyndi að endurskapa hann heima með ágætis árangri – það var fyrir tveimur árum (uppskriftin er hér). Það var svo í sumar að Vilhjálmur minn átti 14 ára afmæli og ákvað að bjóða til hamborgaraveislu fyrir stórfjölskylduna. Einn fjölskyldumeðlimurinn borðar ekki kjöt og ég ákvað því að kaupa lax og gera svona laxaborgara fyrir hann. Eitthvað skolaðist skipulagið til hjá mér því bókstaflega fimm mínútum áður en afmælið byrjaði mundi ég allt í einu eftir þessum laxaborgurum og ég átti ekki einu sinni til allt hráefnið í þá fyrir utan laxinn. Í loftköstum henti ég laxinum í matvinnsluvélina ásamt hráefni sem ég fann til. Ég til dæmis átti ekki brauðmylsnu og ristaði bara brauð í staðinn og sleppti lauknum því ég hafði ekki tíma til að saxa hann. Svo setti ég matvinnsluvélina í gang en viti menn, hún snéri hnífnum í einn hring og dó svo! Það sem ég vissi ekki þá var að þetta var það besta sem gat gerst. Gestirnir voru farnir að streyma inn og ég átti eftir að gera laxaborgarana og mangósósuna. Ég réðst þá með offorsi á laxinn með töfrasprota að vopni og reyndi að mauka allt saman en töfrasprotinn réði illa við laxinn þannig að maukið varð mjög gróft. Ég hafði ekki tíma til að hugsa um það heldur mótaði nokkra grófa borgara í flýti og skellti þeim á pönnuna. Til að gera langa sögu stutta þá voru þetta bestu laxaborgara sem ég hef smakkað og þeir voru mikið vinsælli en venjulegu hamborgararnir. Svo fór að ég þurfti að stoppa gestina af þannig að eitthvað yrði eftir fyrir gestinn sem var ætlað að fá laxaborarana. Galdurinn var nefnilega að leyfa hráefninu að njóta sín og hafa laxinn grófan, ekki mauka hann í hakk. Einnig þarf að passa að steikja þá bara stutt. Eftir þetta er ég stöðugt búin að hugsa um að mig langi að gera sambærileg laxabuff og var alltaf að velta fyrir mér hvaða sósu ég ætti að prófa með þeim. Um síðustu helgi kom svo sósan til mín! Þá slógum við systkinin saman í hamborgaraveislu og mágkona mín gerði dásemdarsósu úr avókadó, sýrðum rjóma og sweet chili sósu. Ég sá í hendi mér að þetta væri sósa sem myndi passa eins og hönd í hanska við laxabuffin. Í gærkvöldi útbjó ég laxabuffin og sósuna, það tók ekki meira en korter. Ég hafði með þeim tómatkúskús og ferskt salat … Jerimías hvað þetta var gott – sumir mánudagar eru einfaldlega betri en aðrir! :)

IMG_7532

Uppskrift (ca. 11-12 buff):

  • 1300 g laxaflök (roðflett og beinhreinsuð)
  • 3 tsk sambal oelek (chilimauk)
  • 3 mjög vel ristaðar brauðsneiðar, saxaðar eða muldar niður fínt
  • 1 egg
  • 1 knippi (ca. 20 g) ferskt kóríander (eða flatlaufa steinselja)
  • 2 hvítlaukslauf, söxuð smátt eða pressuð
  • grófmalaður pipar
  • maldon salt
  • góð kryddblanda (t.d. Roasted Carlic Peppar frá Santa Maria)
  • olía og/eða smjör til steikingar.

Öllu er maukað saman með gaffli eða mjög gróft í matvinnsluvél. Mikilvægt er að laxinn sé ekki hakkaður alveg niður heldur sé í bitum. Buffin eru mótuð í höndunum og steikt upp úr olíu og/eða smjöri við meðalhita á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið, gætið þess að steikja buffin frekar minna en meira. Borið fram með tómatakúskúsi, fersku salati og avókadó-chilisósu.

IMG_7531

 

Avókadó-chilisósa:

  • 2 meðalstór, vel þroskuð avókadó (lárperur)
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 3 msk sweet chili sauce
  • grófmalaður svartur pipar og maldon salt

Avókadó, sýrðum rjóma og sweet chili sósunni er blandað saman með til dæmis töfrasprota. Það er líka hægt að hafa sósuna grófari og mauka hráefnin saman með gaffli. Smakkað til með salti og pipar.

IMG_7537

IMG_7536


Filed under: Fiskur, Lax Tagged: avókadósósa, buff úr laxi, chilisósa, lax uppskrift, laxaborgarar, laxabuff, sósa úr avókadó, sweet chili sósa uppskrift, uppskrift að laxi

Gulrótarostakaka

$
0
0

GulrótarostakakaMér finnst bakaðar ostakökur mikið lostæti og held einnig mikið upp á gulrótarkökur. Ég var því mjög spennt fyrir því að smakka gulrótarostakökuna á Cheesecake Factory þegar ég var í Chicago í sumar. Hún var að sjálfsögðu dásamlega góð og ég gat ekki beðið eftir því að búa til slíka köku sjálf. Það er hægt að blanda þessum tveimur kökum saman á ýmsan hátt. Til dæmis tvinna saman gulrótarkökudeigi og ostaköku. En í þessari uppskrift ákvað ég að fara eins fljótlega leið og hægt var og setti gulræturnar út í ostakökuna. Mér fannst útkoman ljúffeng og held að gestirnir sem gæddu sér á kökunni í afmælisveislunni hafi verið á sama máli því hún kláraðist upp til agna! :)

IMG_7347

Uppskrift: 

  • 200 g Digestive kex, mulið smátt
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 msk sykur
  • 600 g Philadelphia rjómaostur
  • 1.5 dl sykur
  • 2 msk púðursykur
  • 3 egg
  • 60 ml rjómi
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk límónusafi (lime)
  • 1 tsk kanill
  • 150 g rifnar gulrætur

ofan á kökuna:

  • 8 Lu kanilkexkökur eða Digestive kex (ca. 100 g), mulið smátt
  • 2 msk púðursykur
  • 1 tsk kanill
  • 60 g smjör, kalt

Ofn stilltur á 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjör brætt og kex mulið smátt og því blandað saman við smjörið. Sett í smurt bökunarform með lausum botni, blöndunni þrýst ofan í botninn og aðeins upp í hliðar á forminu. Botnin bakaður í 10 mínútur og látin kólna.

Rjómaostur, sykur og púðursykur sett í skál og þeytt þar til að blandan verður kremkennd. Eggjum bætt við, einu í senn, þeytt vel á milli en þó ekki mjög lengi. Rjómanum smátt og smátt bætt við og þeytt á meðan. Kartöflumjöli, vanillusykri, límonusafa og kanill er því næst bætt út og hrært saman við blönduna. Að síðustu er rifnu gulrótunum bætt út í og blandað saman við deigið með sleikju. Blöndunni hellt yfir kexbotninn og bakað við 175 gráður í 45 mínútur. Á meðan er hráefnunum ofan á kökuna hnoðað saman í höndunum. Þegar 45 mínútur eru liðnar af bökunartímanum er kakan tekin úr ofninum, deiginu dreift yfir kökuna og hún sett aftur inn í ofn í ca. 8-10 mínútur. Að því loknu er kakan látin kólna og sett að síðustu inn í ísskáp í nokkra tíma, helst yfir nóttu, áður en hún er borin fram.

IMG_7431


Filed under: Kökur, Tertur Tagged: auðveld ostakaka, bökuð ostakaka, bökuð ostakaka uppskrift, góð ostakaka, gulrótarkaka ostakaka, gulrótarostakaka uppskrift, new york ostakaka, ostakaka með gulrótum, ostakaka og gulrótarkaka

Beikonvafin kjúklingalæri fyllt með mozzarella og basiliku

$
0
0

Beikonvafinn mozzarella og basiliku kjúklingur Það þarf vart annað en að lesa nafnið á þessari uppskrift til þess að vita að hún sé góðgæti! Kjúklingaréttir sem í er mozzarella og fersk basilika geta hreinlega ekki klikkað og þegar beikon hefur bæst í hópinn þá er dýrðin innsigluð! Einföld og bragðgóð sósan kórónar þennan dásemdar kjúklingarétt. Það er svo þægilegt og auðvelt að setja fyllingu í úrbeinuð kjúklingalæri enda tekur örskamma stund að útbúa þennan rétt fyrir ofninn.

IMG_6685

 Uppskrift f. 4

  • 900 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
  • maldon salt
  • grófmalaður svartur pipar
  • 2 tsk þurrkuð basilika
  • 120 g mozzarella ostur (kúlan í bláu pokunum)
  • ca 15 g fersk basilika
  • 7 sneiðar beikon eða sem samsvarar fjölda kjúklingalæra
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 100 g Philadelphia hreinn rjómaostur
  • 1 dl vatn
  • 2 1/2 msk sojasósa

IMG_6675IMG_6679

Ofninn er stilltur á 225 gráður við undir- og yfirhita. Kjúklingalærin eru afþýdd og krydduð með salti, pipar og basiliku kryddi. Mozzarella osturinn er skorin í jafn margar sneiðar og kjúklingalærin segja til um. Ein sneið af mozzarella osti ásamt blöðum af basiliku eftir smekk eru lögð inn í hvert læri. Þeim er svo lokað með því að vefja beikonsneið utan um lærið. Þau eru því næst sett í eldfast mót með samskeitin niður. Sýrðum rjóma, rjómaosti, vatni og soyjasósu er hrært saman og hellt í formið. Bakað í ofni við 225 gráður í um það bil 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn og beikonið hefur tekið góðan lit. Borið fram með hrísgrjónum eða kúskúsi og fersku salati.

IMG_6690Green gate matarstell frá Cup Company.


Filed under: Kjúklingur Tagged: auðveldur kjúklingaréttur, úrbeinuð kjúklingalæri, beikonvafinn kjúklingur, fylltur kjúklingur með beikoni, góður kjúklingaréttur, kjúklingaréttir í ofni, kjúklingaréttir uppskrift, kjúklingur með basiliku, kjúklingur með beikoni, kjúklingur með mozzarella, kjúklingur með mozzarella og basilku

Ostakökudesert með hindberjasósu

$
0
0
Ostakökudesert með hindberjasósuÉg er búin að setja inn þónokkuð af uppskriftum að ostakökum undanfarið enda finnst mér þær hnossgæti! :) Eini ókosturinn við ostakökur er að þær þarf að búa til með smá fyrirvara. Þegar við komum heim frá Bandaríkjunum í ágúst ákvað ég að hafa matarboð strax daginn eftir lendingu. Við vorum búin að vera í heilan mánuð erlendis og farin að sakna vina okkar. Elfar byrjar yfirleitt á því að fara beint á vakt þegar við komum heim úr fríi en aldrei þessu vant fékk hann helgarfrí áður en hann þurfti að mæta til vinnu. Ég ýtti því bara ferðatöskunum út í horn og blés til matarboðs. Mig langaði helst að hafa ostaköku í eftirrétt en hafi ekki tíma til þess að búa hana til. Það varð því úr að ég setti saman þennan eftirrétt á örstuttum tíma. Ótrúlega góður og ekki spillir fyrir hversu einfaldur og fljótlegur hann er.
IMG_7260
Uppskrift f. 6:
  • 2 dósir Philadelpia rjómaostur (400 g)
  • 1 dós grísk jógúrt (350 ml)
  • 1 dl rjómi
  • 1 vanillustöng, klofin og fræin skafin úr
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1/2 dl flórsykur
  • 300 g Digestive kex
  • 300 g frosin hindber, afþýdd
  • 1.5 msk sykur
  • ber til skreytingar (t.d. hindber og bláber)
  • fersk myntublöð (má sleppa)

IMG_7257

Rjómaostur, grísk jógúrt og rjómi er þeytt saman ásamt fræjunum úr vanillustönginni, vanillusykri, flórsykri og 100 grömmum af hindberjunum þar til blandan verður kremkennd. Digestive kexið er mulið smátt. Afgangnum af hindberjunum (200 grömm) eru maukuð vel með gaffli og sykrinum bætt út í. Ef sósan verður mjög þykk er hægt að þynna hana með örlitlu vatni. Því næst er öllum hráefnunum blandað í sex skálar – einnig er hægt að setja allt í eina stóra skál. Best er að byrja á því að dreifa hluta af mulda kexinu í botinn, þá rjómaostablöndunni og loks hindberjasósunni. Þetta er endurtekið um það bil tvisvar eða þar til hráefnin eru búin. Að lokum er skeytt með berjum og jafnvel ferskum myntublöðum.
IMG_7265

Filed under: Eftirréttir Tagged: auðveldur eftirréttur, desert fyrir matarboð, desert uppskrift, eftirréttir á gamlárskvöld, eftirréttir fyrir matarboð, eftirréttir fyrir páska, eftirréttir uppskrift, eftirréttir uppskriftir, eftirréttur í glasi, eftirréttur í saumaklúbbinn, eftirréttur einfaldur, eftirréttur fyrir marga, eftirréttur fyrir matarboð, einfaldur desert, einfaldur eftirréttur, fljótlegur eftirréttur, frábær eftirréttur, grísk jógúrt eftirréttur, grísk jógúrt uppskrift, ostakökueftirréttur, rjómaostur eftirréttur, uppáhalds eftirréttir
Viewing all 289 articles
Browse latest View live