Quantcast
Channel: Eldhússögur – Eldhússögur
Viewing all 289 articles
Browse latest View live

Snickersbitar

$
0
0

SnickersbitarVið fjölskyldan áttum afar notalega helgi sem okkur fannst meira að segja sérstaklega löng. Ástæðan var sú að við ákváðum með örstuttum fyrirvara að skella okkur í bústað yfir helgina. Elfar vinnur alla virka daga og margar helgar líkar þannig að það gildir að nota tækifærið þegar hann fær fríhelgar. Við fórum í Brekkuskóg í bústað og eyddum þar tveimur ljúfum dögum, borðuðum góðan mat (að sjálfsögðu!), spiluðum, fórum í pottinn, lásum, fórum í göngutúra og horfðum á bíómyndir. Mikið var gott að skipta svona um umhverfi og slappa fullkomlega af, bara við fjölskyldan.

Ég var hins vegar búin að lofa á Facebook að setja inn uppskriftina að þessum dásamlega góðu snickersbitum. Þeir voru ótrúlega góðir en ekki nógu fallegir hjá mér. Ég þarf að æfa mig til að fá bitana fallegri, ég veit að fjölskyldan verður ekkert svekkt yfir slíkum æfingum! :) Karamellan var aðeins of lin hjá mér eftir þessa fyrstu tilraun en það var af því að ég fór ekki eftir eigin leiðbeiningum varðandi karamelluna – aðeins of óþolinmóð. En fylgið bara leiðbeiningunum og þá ætti þetta allt að lukkast!

Uppskrift:

  • 4 egg
  • 225 g sykur
  • 1 vanillustöng
  • 290 g Kornax hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Bakarofn hitaður i 190 ˚C. Vanillustöngin er klofin í tvennt og vanillufræin skafin innan úr henni. Þau eru sett í skál ásamt eggjum og sykri. Skálin er set yfir sjóðandi vatn í potti og pískað þar til að sykurinn hefur leyst upp. Þá er blöndunni hellt í hrærivélaskál og þeytt þar til blandan er orðin létt og ljós. Hveiti og lyftidufti er bætt varlega út í með sleikju.

Form (20 cm X 30 cm) er klætt að innan með bökunarpappír og deiginu er hellt í formið. Bakað við 190 gráður í 10 – 15 mínútur eða þar til kakan er orðin ljósbrún á litinn. Þá er hún tekin úr ofninum og leyft að kólna.

IMG_3642

Karamellusósa:

  • 500 g sykur
  • 130 ml vatn
  • 170 ml rjómi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 140 g smjör (helst ósaltað)
  • 150 g salthnetur
  • 250 g suðusúkkulaði (eða hjúpsúkkulaði)

Vatn og sykur sett í pott og látið malla við meðalhita (ca 4-5 af 9) þar til sykurinn er uppleystur. Þá er hitinn hækkaður og látið sjóða þannig að blandan “bubbli” þangað til að blandan er orðin gullinbrún. Athugið að á meðan þessu stendur á alls ekki að hræra neitt. Þetta getur tekið um það bil 10-15 mínútur. Potturinn er tekinn af hellunni og nú er rjómanum hrært út í. Því næst er vanilludropunum og smjörinu bætt út í og potturinn settur aftur á helluna. Karamellusósan er að lokum látin malla við mjög vægan hita í ca. 10 mínútur og hrært í reglulega þar til karamellan er orðin vel þykk. Karamellunni er hellt í skál og salthnetunum er bætt út í. Karamellunni með salthnetunum dreift jafnt yfir kalda kökuna og hún svo sett í kæli í minnst 5 tíma, helst yfir nóttu.

IMG_3655IMG_3673

Þegar kakan er komin úr kælinum er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Kakan er skorin niður í passlega bita og brædda súkkulaðinu hellt yfir hvern bita fyrir sig. IMG_3678Gott er að láta bitana liggja á gaffli, ausa brædda súkkulaðinu yfir þá með skeið og leggja svo á bökunarpappír.

Snickersbitar

 


Filed under: Kökur, Konfekt og sælgætismolar Tagged: snickers bitar, snickers bitar uppskrift, snickers stykki, snickersbitar uppskrift

Gúllassúpa

$
0
0
GúllassúpaVikan hefur liðið hratt að vanda. Öllum kvöldunum í síðustu viku eyddi ég fyrir framan tölvuna við að skipuleggja sumarfrí okkar fjölskyldunnar. Við erum að fara í langa og ótrúlega spennandi Bandaríkjaferð næsta sumar. Við munum heimsækja tvær stórborgir í nokkra daga og eyða nokkrum vikum í minni borg þar sem við gerum húsaskipti. Jóhanna Inga dóttir mín á sér þrjá drauma. Það er að borða á veitingastað á Ítalíu, sjá Effelturninn í París og fara upp í frelsisstyttuna í New York. Sá hinn síðastnefndi mun rætast næsta sumar og öll fjölskyldan er yfir sig spennt yfir væntanlegu ævintýri sumarsins.
Um helgina fór ég í skemmtilegt konuboð. Í vinnunni vorum við nokkrar starfssystur að ræða rauðvín og súkkulaði í kaffitímanum – hvað annað! Í kjölfarið var ákveðið að hafa boð með gæðasúkkulaði- og rauðvínshlaðborði. Dásamlega gott og skemmtilegt!

IMG_3758

Súkkulaðið var allstaðar að.

IMG_3781

Nóg af rauðvíni!

IMG_3783

Íslenskt gæðasúkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi ásamt allskonar erlendu gæðasúkkulaði.

IMG_3787

Konurnar ánægðar með hlaðborðið

IMG_3795

IMG_3802

Gúrmei!

IMG_3805

IMG_3813

IMG_3836

Ég og gestgjafinn góði.

Uppskrift dagsins er hins vegar bragðmikil og góð gúllassúpa. Það er hægt að skipta út gúllasinu fyrir nautahakk og þá þarf súpan bara að malla í stutta stund áður en hún er tilbúin.

Uppskrift:

  • 600 g gúllas
  • 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 1 gulur laukur
  • ca. 6 meðalstórar kartöflur
  • ca. 3 meðalstórar gulrætur
  • 1 msk paprika (krydd)
  • 1 1/2 tsk cummin (ath. ekki kúmen)
  • salt & pipar
  • chili krydd eftir smekk (ég notaði chili explosion)
  • 2 msk ólívuolía
  • 1 líter kjötkraftur (nautakraftur og vatn)
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 2 msk smjör
  • 1-2 msk tómatpúrra
  • sýrður rjómi

Kjötið er skorið í minni teninga ef með þarf. Kartöflur, laukur og gulrætur flysjaðar og skornar í meðalstóra teninga. Kjöt, laukur og paprika er steikt upp úr olíu í stórum potti og öllum kryddunum bætt út í.  Þegar kjötið hefur fengið lit er nautakraftinum bætt út í pottinn og suðan látin koma upp. Þá er smjörinu og hvítlauknum bætt út í. Látið malla í ca. 50 – 60 mínútur – súpan verður enn betri ef hún fær að malla lengur! Þegar um það bil 20 mínútur er eftir af suðutímanum eru kartöflunum og gulrótunum bætt út súpuna. Borin fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

IMG_2995


Filed under: Nautakjöt, Súpur og grautar

Fiskur i satay- og kókossósu

$
0
0

IMG_3876

Undanfarna daga hefur sólin skinið á daginn og skyndilega tekur tekur maður eftir því hversu mikið fyrr er farið að birta en áður og hversu lengi það er bjart – dásamlegt! :) Í fyrrakvöld fórum við bókasafnsfræði-vinkonurnar í leikhús og sáum Óskasteina. Þetta er annað árið sem við kaupum okkar ársmiða í leikhúsið. Það er svo ágæt leið til þess að hittast reglulega eftir að við hættum að umgangast daglega frá því að náminu lauk. Við stöllur erum frekar harðir leikhúsgagnrýnendur og erum eiginlega alltaf sammála í dómum okkar. Óskasteinar fékk nú bara fremur háa einkunn frá okkur öllum og við skemmtum okkur mjög vel á sýningunni – mælum með henni!

Ég mæli líka sannarlega með þessum fiskrétti sem ég gef uppskrift að í dag. Ég elda fisk einu sinni í viku sem er alltof sjaldan fyrir minn smekk. En ég tek tillit til barnanna sem fá fisk tvisvar í viku í skólanum og einnig til þeirrar staðreyndar að yngsta barnið er allt annað en fiskunnandi svo vægt sé til orða tekið! Það er kannski ekki hefðbundið að nota satay sósu (hnetusósu) með fiski en svo ákaflega gott. Mér finnst pönnusteikt grænmeti algjört sælgæti og það smellpassar í þennan rétt. Það er svo mikið grænmeti í réttinum að ég var hvorki með kartöflur né hrísgrjón, þess þarf ekkert. Punkturinn yfir i-ið er svo smjörsteikta spínatið með hvítlauki. Ef þið hafið ekki prófað slíkt þá er kominn tími til! Ég prófaði að smjörsteikja spínat í fyrsta sinn þegar ég gerði þessa uppáhalds laxauppskrift. Síðan þá hef ég smjörsteikt spínat með öllum þeim matréttum sem mér dettur í hug. Sérstaklega er það þó gott með fiski. Spínat verður fljótt fremur “þreytt” og óspennandi að nota í ferskt salat. Þá er upplagt að skella því þá pönnuna með til dæmis öðru grænmeti eða einu og sér. Hafa þarf þó eitt í huga, það verður sáralítið úr spínatinu þegar það er steikt. Heill 2-300 gramma poki passar  í litla skál eftir steikingu.

Uppskrift f. 4:

  • ca. 1100 g góður hvítur fiskur (ég notaði þorsk), skorinn í hæfilega stóra bita
  • 200 g satay sósa
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • 1 paprika, skorin í tenginga
  • 1 kúrbítur, skorinn í teninga
  • 3-4 stórar gulrætur, skornar í teninga
  • 1 rauðlaukur, skorinn í bita
  • lítill brokkolí haus, skorinn í bita
  • salt & pipar
  • 1 tsk grænmetiskraftur (má sleppa)
  • ólífuolía og/eða smjör til steikingar

IMG_3844

Ofn hitaður í 200 gráður. Grænmetið er steikt á pönnu upp úr smjöri og/eða ólífuolíu þar til það fer að mýkjast. Þá er satay sósunni og kókosmjólkinni bætt út á pönnuna og blandað saman við grænmetið. Öllu er svo hellt yfir í eldfast mót og meira smjör bætt út á pönnuna. Fiskurinn er kryddaður með salti og pipar og steiktur á báðum hliðum í 1-2 mínútur. Því næst er fiskurinn lagður ofan á grænmetið í eldfasta mótinu. IMG_3846 Sett inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn (fer mikið eftir þykkt fisksins). Borið fram með smjörsteiktu spínati með hvítlauki. IMG_3866

Smjörsteik spínat með hvítlauki:

  • 1 poki spínat (200 g)
  • 1 msk smjör
  • 2 hvítlauksrif
  • salt & pipar

Spínatið og vorlaukurinn steikt upp úr smjöri í örstutta stund þar til spínatið verður mjúkt. Kryddað með örlitlu salti og pipar eftir smekk og borið fram strax.

IMG_3848IMG_3852

Fiskur í satay- og kókossósuIMG_3855


Filed under: Fiskur Tagged: ýsa í ofni, ýsa uppskrift, þorskur í ofni, þorskur í satay sósu, þorskur uppskrift, einfaldur fiskréttur, fiskréttur með satay sósu, fiskur í ofni, fiskur í satay sósu, fiskur með satay sósu uppskrift, fiskur og kókosmjólk, góður fiskréttur, ofnbakaður fiskréttur, satay sósa uppskrift

Kjúklingasnitsel með parmesan- og dijonsósu

$
0
0

Kjúklingasnitsel með parmesan- og dijonsósuÉg og yngstu börnin erum búin að vera veik síðan um helgina. Við fengum leiðindaflensu með hita, höfuðverk, beinverkjum og tilheyrandi. Í kvöld dröslaðist ég samt í eldhúsið og eldaði afskaplega einfaldan kjúklingarétt sem öllum í fjölskyldunni þykir ákaflega góður. Meira að segja veiki hluti fjöskyldunnar tók rösklega til matar síns þrátt fyrir heilsuleysið. Rétturinn sem ég gerði er einfölduð útgáfa af Cordon bleu kjúklingi. Eins og flestir vita þá er það einskonar snitsel þar sem kjúklingabringum er vafið utan um ost og skinku. Þeim er því næst velt upp úr raspi og þær svo djúpsteiktar eða bakaðar í ofni. Oftast nær er kjúlingurinn flattur út eða það er skorin vasi inn í bringurnar og hann fylltur með skinku og osti. Ég gerði afar einfalda útgáfu af réttinum sem er ofsalega fljótleg en mér finnst alveg jafngóð og þessi sem er tímafrekari. Sósan er æðislega góð og passar svo vel með kjúklingasnitselinu.

Uppskrift:

    • 5 þykkar kjúklingabringur
    • salt & pipar
    • ca. 20 sneiðar silkiskorin soðin skinka
    • ca. 15 – 20 ostsneiðar
    • 50 g smjör
    • 140 g brauðteningar

Ofn hitaður í 180 gráður. Eldfast mót smurt að innan. Kjúklingabringurnar skornar í tvennt langsum, þess gætt að hver bitarnir verði jafnþykkir, þannig að úr verði 10 bitar. Kjúklingurinn er saltaður og pipraður og raðað í eldfasta mótið. Hver bringa er þakin með skinku og þá osti.

IMG_3881IMG_3883 Brauðteningarnir eru muldir í matvinnsluvél, smjörið brætt og blandað saman við. Brauðmylsnunni er að lokum dreift yfir kjúklinginn. Sett í ofn í um það bil 30 mínútur við 180 gráður eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Borið fram með parmesan- og dijonsósu.

IMG_3898

Sósa:
  • 3 msk smjör
  • 3 msk hveiti
  • ca. 5-600 ml mjólk
  • 1.5 tsk kjúklingakraftur
  • 1/2 tsk salt
  • 1.5 msk dijon sinnep
  • 75 g ferskur parmesan ostur, rifinn

Smjör brætt í potti og hveiti hrært saman við. Því næst er mjólkinni hellt rólega saman við og hrært án afláts. Kjúklingakrafti, salti, sinnepi og rifnum parmesan osti er bætt út í. Látið malla við vægan hita þar til osturinn er bráðnaður, hrært í á meðan. Ef sósan er of þunn er hún látin malla lengur, ef hún er of þykk þá er hún þynnt með meiri mjólk.

IMG_3889


Filed under: Kjúklingur Tagged: auðveldur kjúklingaréttur, cordon bleu kjúklingur, cordon bleu uppskrift, fljótlegur kjúklingaréttur, fylltar kjúklingabringur með osti, góð sósa með kjúklingabringum, góður kjúklingaréttur, kjúklingabringur með ostasósu, kjúklingabringur með skinku og osti, kjúklingabringur uppskrift, kjúklingaréttir í ofni, kjúklingaréttur með brauðteningum, kjúklingasnitsel uppskrift, Uppskriftir fylltar kjúklingabringur, uppskriftir kjúklingabringur, uppskriftir ostafylltar kjúklingabringur

Djöflaterta

$
0
0

DjöflatertaFlensan heldur enn fjölskyldunni í heljargreipum. Ég er aðeins að skána en börnin eru enn veik. Vetrarfríið hefst á morgun og aldrei þessu vant verður heimilisfaðirinn í fríi líka. Sem betur fer vorum við búin að ákveða að taka því rólega og vera bara heima. Vonandi fer krökkunum samt að skána þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt saman í fríinu.

Í þó nokkurn tíma hefur mig langað í góða sneið af djöflatertu. Þetta var töpuð barátta frá byrjun, auðvitað endaði það með því að ég bakaði djöflatertuna – enda ber tertan nafn með rentu! Ég hef verið að skoða og prófa mig áfram með smjör annars vegar og olíu hins vegar í súkkulaðikökur. Ef notuð er olía í súkkulaðiköku þá verður hún mjög mjúk, mýkri en súkkulaðikökur sem í er smjör. Hins vegar verða kökur með smjöri bragðbetri. Þegar notað er smjör er líka auðveldara að hræra lofti í deigið, það verður “flatara” með olíu. Að þessu sinni notaði ég smjör og var afar sátt við djöflatertusneiðina sem ég gat loksins notið eftir margra daga löngun! :)

IMG_3919IMG_3929

Uppskrift:

  • 250 ml sjóðandi vatn
  • 6 msk bökunarkakó, sigtað
  • 120 g dökkur muscovado sykur eða púðursykur
  • 130 g smjör, við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 2 stór egg
  • 230 g hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 2 tsk vanillusykur

Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20 cm form smurð að innan (ath. þetta eru fremur lítil form). Kakó og muscovado sykur (eða púðursykur) er hrærður út í heita vatninu í skál, skálin lögð til hliðar.

Smjör og sykur hrært saman í hrærivél þar til að blandan verður létt í sér. Þá er eggjunum bætt út í, einu í senn, hrært á milli. Því næst er hveiti, lyftidufti, matarsóda og vanillusykri bætt út. Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakó bætt út í og deiginu blandað vel saman. Deiginu er svo skipt á milli bökunarformanna tveggja og bakað í um það bil 30 mínútur við 180 gráður eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kökurnar eru látnar kólna alveg áður en kremið er sett á milli botnanna og smurt utan á kökuna.

IMG_3907IMG_3909

Krem:

  • 120 g smjör, við stofuhita
  • 5 msk kakó
  • 3 msk síróp
  • 250 g flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 msk mjólk
Smjörið hrært þar til það er orðið kremkennt. Flórsykur, vanillusykur og kakó sigtað saman og blandað smátt og smátt við smjörið. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta við meiri mjólk. Að lokum er sírópi hrært saman við. Kremið er sett á milli botnanna og smurt á alla kökuna þegar hún er orðin alveg köld.
IMG_3925
IMG_3943 IMG_3910

Filed under: Kökur, Tertur Tagged: djöflakaka uppskrift, djöflaterta uppskrift, góð súkkulaðikaka, kökukrem uppskrift, súkkulaðikaka uppskrift, súkkulaðikrem á köku, súkkulaðikrem uppskrift, uppskrift að djöflatertu, uppskrift að súkkulaðiköku, uppskrift að súkkulaðikremi

Marengsbomba með rjóma, súkkulaði og berjum

$
0
0

Marengsbomba með rjóma, súkkulaði og berjum

Við höfum átt afar notalega fjögurra daga helgi þar sem að yngstu börnin voru í vetrarfríi ásamt okkur foreldrunum. Við erum þó enn ekki orðin frísk eftir flensuna þannig að við tókum því afar rólega í fríinu. Síðastliðinn fimmtudag vorum við með smá matarboð og buðum þá einmitt upp á þennan eftirrétt sem ég set hér inn á bloggið í þessari færslu. Á föstudaginn fórum við í keilu, því næst í bíó og enduðum kvöldið á sushiveislu. Í gær fórum við í afmæli um daginn en um kvöldið var okkur hjónunum boðið í matarboð þar sem við fengum meðal þennan annars dýrindis fiskrétt.

vG+DBhSNTnSEuK0REuAUKAÉg er að vinna í því að fá gestgjafana til þess að vera gestabloggarar með þessa frábæru uppskrift. Ekki væri verra að geta deilt með ykkur uppskriftinni að þessari dásemdarköku sem var í eftirrétt! Collages9 Í dag fór ég loksins í það verk sem hefur hangið yfir mér lengi, ég byrjaði að taka til í bílskúrnum! Það er með ólíkindum hversu hratt draslið safnast upp í bílskúrnum þrátt fyrir að ég sé ákaflega dugleg að henda öllu … stundum of dugleg! Ég er nefnilega með það markmið að hafa sem allra minnst af óþarfa dóti og hlutum í kringum mig og losa mig við slíkt fljótt og vel. Stundum hefur eiginmaðurinn klórað sér í kollinum yfir því hvar hinir og þessir hlutir eru … óaðvitandi að mestar líkur eru á því að viðkomandi hlutir hafa með minni hjálp eignast nýtt heimili í Sorpu! :)

Svo ég víki að matarboðinu síðasta fimmtudag. Í aðallrétt grilluðum við lambafille með tilheyrandi meðlæti en í eftirrétt var ég með þessa bombu sem er ákaflega einfalt að útbúa og ægilega góð!

Uppskrift:

  • 1 púðursykurs marengsbotn
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 7 dl rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 3 msk flórsykur
  • 3 stykki Villiköttur (súkkulaðistykki) eða annað gott súkkulaði (t.d. Nóa kropp)
  • ber og ávextir, t.d. jarðaber, bláber, vínber, rifsber, blæjuber, brómber og kíwí.

Marengsbotninn er mulinn og dreift jafnt yfir botninn á eldföstu móti. Suðusúkkulaðið og 2 dl af rjóma er sett í pott og hitað við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðnað. Súkkulaðiblöndunni er svo dreift yfir marengsinn.

IMG_3962 Því næst er restinni af rjómanum (5 dl) þeyttur. Eggjarauður og flórsykur er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. Þessari blöndu er þá blandað saman við þeytta rjómann. Villiköttur, súkkulaðið, er saxað smátt og blandað út í rjómann.

IMG_3976 Rjómablöndunni er því næst dreift yfir marengsinn.

IMG_3978Skreytt með berjum og ávöxtum að vild og geymt í ísskáp í 2-3 tíma áður en rétturinn er borinn fram. IMG_3991IMG_4013


Filed under: Eftirréttir Tagged: auðveldur eftirréttur, besti eftirrétturinn, bestu eftirréttirnir, desert fyrir matarboð, desert uppskrift, Eftirréttir með berjum, eftirréttir uppskriftir, eftirréttur fyrir marga, eftirréttur fyrir matarboð, eftirréttur i formi, eftirréttur með marengs, eftirréttur með rjóma, eftirréttur uppskrift

Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumús

$
0
0

Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumúsÉg er ákaflega spennt fyrir matargerðinni í næstu viku en þá ætla ég að takast á við nýtt og spennandi verkefni sem ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur hér á blogginu. Í dag ætla ég hins vegar að færa hér inn óskaplega einfalda og góða uppskrift sem fæddist í eldhúsinu hjá mér í dag. Ég nýtti mér þau hráefni sem ég átti í ísskápnum og úr þessu varð dýrindis máltíð. Ég er sjúk í sætar kartöflur, fæ bara ekki nóg af þeim. Mögulega verða þær enn betri þegar þeim er breytt í sætkartöflumús! Ég passa mig á því að hafa alltaf mjög ríflegt hráefni í sætkartöflumúsina því ég get ekki hamið mig við eldamennskuna – ég er stöðugt að “smakka hana til”! ;)

Þeir sem fylgjast reglubundið með blogginu mínu hafa eflaust tekið eftir því að ég nota danska Green gate matarstellið. Það eru til ótal litir og munstur í stellinu, hvert öðru fallegra. Núna var að koma nýtt munstur fyrir sumarið sem er ó svo dásamlega fallegt, blúndumatarstell! Ég get bara ekki hætt að dást að þessum myndum:

1891255_306443302837966_1993056472_n

Hvað segið þið – er þetta ekki með því fallegra sem þið hafið séð?!

1958517_306444522837844_1817628945_nÞað sem er svo skemmtilegt við þetta stell að það er hægt að blanda öllum tegundunum saman. Hér að ofan eru til dæmis þrenns konar mismunandi stell. Einnig eru komin svo dásamlega falleg glös í stíl við nýja stellið sem heitir Lace Warm Gray. Hér á landi er þetta stell selt hjá Cupcomapny. Ég mæli með að þið kíkið en vara ykkur við, maður fær valkvíða! :)

En hér kemur uppskriftin að gómsæta kjúklingaréttinum sem ég lofaði:

IMG_4116

Uppskrift:

  • 700 g kjúklingur (ég notaði úrbeinuð læri frá Rose Poultry), skorinn í bita
  • smjör eða olía til steikingar
  • 1 dós satay sósa (440 g)  IDShot_225x225
  • 1 stór rauð paprika, skorin í bita
  • 1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt
  • 100 g ferskt spínat
  • 150 g fetaostur í olíu
  • ca. 1 dl salthnetur, grófsaxaðar
  • IMG_4104

Laukur og paprika steikt á pönnu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er kjúklingnum bætt út á pönnuna og hann steiktur þar til bitarnir hafa brúnast. Því næst er sósunni bætt út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Þá er spínatinu hrært út í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Áður en rétturinn er borinn fram er fetaosti (án olíunnar) og salthnetum dreift yfir. Borið fram með sætkartöflumús.

Sætkartöflumús:

  • ca. 800 g sætar kartöflur
  • 3 msk smjör
  • salt & pipar
  • chili flögur (ég notaði chili explosion krydd)

Sætu kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Bitarnir eru því næst soðnir í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Þá eru þær stappaðar saman við smjör og krydd í potti við lágan hita.

IMG_4117


Filed under: Kjúklingur

Bakaður lax með smjörsteiktu kúskús og taragondressingu

$
0
0

Bakaður lax með smjörsteiktu kúskús og taragondressingu Í vor verða komin sex ár frá því að við fluttum heim frá Stokkhólmi eftir 15 ára dvöl í borginni. Þá þegar fyrir sex árum voru Svíar farnir að bjóða upp á sniðuga þjónustu sem var, og er enn, afar vinsæl þar í landi. Þetta er matarpakkaþjónusta þar sem heimili fá send heim hráefni ásamt uppskriftum fyrir kvöldmatinn. Í Svíþjóð hefur þessi þjónusta verið að þróast undanfarinn áratug og nú er svo komið að það er hægt að fá allskonar tegundir af máltíðum, grænmetismáltíðir, barnvænar máltíðir, LKL-máltíðir og fleira. Ég prófaði þetta í Svíþjóð og líkaði vel en hér á Íslandi hefur ekki verið til slík þjónusta fyrr en núna. Ég rakst á fyrirtækið Eldum rétt á Facebook en það fyrirtæki er nýfarið að bjóða upp á þessa þjónustu. Eftir að hafa skoðað heimasíðuna þeirra ákvað ég að slá til og prófa.

IMG_4218

Það eru margir þættir sem þarf að huga að ef svona þjónusta á að ganga upp. Í fyrsta lagi þarf heimasíðan að vera í lagi því hún er fyrsti viðkomustaðurinn. Hráefnið þarf að vera ferskt og gott, passlega skammtað og uppskriftirnar þurfa að vera auðveldar en að sama skapi spennandi og bragðgóðar. Eldum rétt nær strax fullu húsi stiga með ákaflega flotta og notendavæna heimasíðu. Eftir að ég var búin að leggja inn pöntunina, sem var auðvelt, fékk ég greinagóðan og skýran tölvupóst þar sem kom fram hvaða matrétti ég mundi fá, innihaldslýsingu og slíkt.

Ég fékk sendinguna í dag og ég varð satt að segja yfir mig hrifin! Öllum hráefnunum var pakkað afar vel inn, allt skilmerkilega merkt með litum svo auðveldlega sæist hvaða hráefni tilheyrði hvaða uppskriftum.

IMG_4220Síðast en ekki síst var allt hráefnið ákaflega ferskt og spennandi. Ég fékk hráefni í laxarétt, kjúklingarétt og lasagna. Það var mælt með því að byrja á laxaréttinum sem ég og gerði. Það var einstaklega þægilegt og fljótlegt að elda réttinn þar sem allir skammtar voru fyrirfram tilbúnir og auðvelt að fara eftir uppskriftinni.

IMG_4222

Það er tilvalið að leyfa krökkunum að hjálpa til við eldamennskuna þar sem hráefnin og uppskriftirnar eru svo aðgengileg. Það er líka svo sniðugt að nota svona hráefni og uppskriftir sem aðrir hafa fundið til fyrir mann. Þannig neyðist maður til þess að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. Það liðu nákvæmlega 20 mínútur frá því að ég hóf eldamennskuna þar til að maturinn var kominn á borðið. Við vorum öll stórhrifin af matnum, hann var frábærlega góður. Ég hafði haft dálitlar áhyggjur af því að skammtarnir væru kannski litlir – við fjölskyldan erum ekki þekkt fyrir að vera matgrönn! ;) En það voru óþarfa áhyggjur, skammtarnir voru vel útilátnir. Ég hlakka mikið til að elda hina réttina tvo og mér finnst mikið tilhlökkunarefni að einhver annar sé búinn að hafa allt tilbúið fyrir mig – ég þurfi ekkert annað að gera en að vinda mér í eldamennskuna! :)

Ég hafði samband við Eldum rétt og fékk leyfi til þess að deila með ykkur þeim uppskriftum sem ég fékk frá þeim. Hér kemur sú fyrsta sem ég eldaði í kvöld, dásamlega góður laxaréttur.

IMG_4221

Uppskrift f. 4:

  • 700 g lax
  • ólífuolía og smjör til steikingar
  • salt og pipar
  • 3 dl kúskús
  • 60 sólþurrkaðir tómatar
  • 2 rauðlaukar
  • 30 g kapers
  • 60 g strengjabaunir
  • 1 sítróna
  • taragondressing (sýrður rjómi, sítrónusafi, graslaukur, balsamik edik, taragon krydd, salt og pipar – öllu blandað saman)

Ofn hitaður í 200 gráður við undir og yfirhita. 8 dl af vatni sett í pott ásamt smá salti og hitað að suðu. Þegar vatnið er byrjað að sjóða er potturinn tekinn af hellunni og kúskús sett út í. Lokið sett á pottinn og hann lagður til hliðar. Laxinn er skolaður og skorinn í hæfilega stóra bita. Olía er hituð á pönnu, laxinn saltaður og pipraður og því næst steiktur í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið. Laxinn er lagður í eldfast mót. Strengjabaunirnar eru steiktar í heilu lagi í 1-2 mínútur á pönnunni og settar í mótið með laxinum. Bakað í ofni í 10-12 mínútur.IMG_4223

Á meðan er rauðlaukurinn afhýddur og skorinn smátt ásamt kapers og sólþurrkuðum tómötum og þetta er allt steikt saman á pönnu upp úr 2-3 msk af olíu. Þá er kúskúsinu bætt á pönnuna ásamt 2 msk af smjöri og steikt í 2-3 mínútur til viðbótar.

IMG_4227 Smakkað til með salti, pipar og dálítið af sítrónusafa kreist yfir. Laxinn er svo borinn fram með steikta kúskúsinu, taragondressingunni og sítrónubátum.

IMG_4239


Filed under: Fiskur, Lax Tagged: einfaldur lax uppskrift, lax með kúskús, lax uppskrift, lax uppskriftir, laxauppskrift, ofnbakaður lax

Lasagna frá Eldum rétt

$
0
0

Lasagna frá Eldum réttFrábær öskudagur er að kvöldi kominn. Í ár var í fyrsta sinn hálfur skóladagur hjá krökkunum og í kjölfar þess var ákveðið að þau fengju að ganga í hús í hverfinu til þess að syngja og fá sælgæti að launum en sú hefð hefur ekki verið í hverfinu okkar hingað til. Þrátt fyrir að það hafi kyngt niður snjó gengu börnin glöð og kát á milli húsa og sungu og mörg heimili tóku þátt. Það má með sanni segja að þetta hafi gengið ákaflega vel og vonandi verður þetta að hefð í hverfinu. Nú er svo komið að einungis yngsta barnið mitt klæðist búningi, hin eru vaxin upp úr því. Jóhanna Inga mín ákvað fyrir löngu að hún vildi vera frelsisstyttan – enda getur hún ekki beðið eftir því að sjá hana í raun næsta sumar. Ég pantaði búning að utan og skottan var afar sátt við útkomuna.

IMG_4242

Í dag eldaði ég einn rétt til viðbótar frá Eldum rétt. Að þessu sinni var það einfalt og gott lasagna. Ég kemst ekki yfir hvað það er skemmtilegt að elda úr svona fyrirfram tilbúnum skömmtum.

IMG_4279Það er góð tilfinning að nýtingin á hráefninu verður 100%, eldamennskan er barnslega einföld og síðast en ekki síst er verður allt svo skemmtilega skipulagt og snyrtilegt í kringum eldamennskuna þegar eldað er með þessum hætti.

IMG_4293

IMG_4282IMG_4283

Mér finnst gott að krydda lasagna vel og ég bætti því við kryddi sem stóð ekki í upphaflegu uppskriftinni. Þetta lasagna var ekki með ostasósu heldur einungis með lasagnaplötum og kjötsósu. Hins vegar getur verið sniðugt að bæta við kotasælu í uppskriftina í stað ostasósu, það er afar fljótlegt og gerir örugglega góðan rétt enn betri. Annars sá ég á heimasíðu Eldum rétt að þeir eru að fara auka framboðið á réttunum þannig að fljótlega verður hægt að velja úr sex mismunandi réttum fyrir pokann sinn.

Uppskrift f. 4:

  • 12 lasagnaplötur
  • 400 g nautahakk
  • ólífuolía til steikingar
  • 2 gulrætur, skornar smátt
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 4 sellerístangir, skornar smátt
  • 2 litlir eða meðalstórir gulir laukar, saxaði smátt
  • niðursoðnir tómatar, 400 g
  • 1 msk tómatpúrra
  • 1-2 tsk heitt pizzakrydd
  • basilka og/eða oregano krydd
  • salt & pipar
  • fersk steinselja (ca 6 g)
  • 2 tsk rauðvínsedik
  • 1 stór dós kotasæla
  • 100 g rifinn ostur

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Laukur, gulrætur og sellerí steikt upp úr ca. 3 msk af ólífuolíu ásamt hvítlauki í ca. 1-2 mínútur. Þá er hakkinu bætt á pönnuna og steikt þar til það byrjar að brúnast. Þá er rauðvínsediki, tómatmauki, kryddum og niðursoðnum tómötum bætt út á pönnuna og leyft að krauma í 5-10 mínútur. Ríflega helmingurinn af steinseljunni er söxuð smátt og bætt út í. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að mauka kjötsósuna með töfrasprota, en ekki of mikið, bara 4-5 púlsa. 3 msk af óífuolíu er sett í botninn á eldföstumóti.

IMG_4296Þá er lasagnaplötum raðað í botninn á forminu (plöturnar brotnar ef með þarf til að þær passi betur), því næst er hluta af hakkinu dreift yfir plöturnar og loks eru nokkrar skeiðar af kotasælu settar yfir hakkið og dreift vel úr því. Þetta er svo endurtekið tvisvar. Að lokum er rifnum osti dreift yfir og hitað í ofni í 20-25 mínútur. Skreytt að síðustu með ferskri steinselju. Borið fram með fersku salati.

IMG_4298


Filed under: Hakkréttir

Teriyaki kjúklingur frá Eldum rétt

$
0
0

IMG_4312Enn ein helgin er liðin. Núna líður senn að fermingu hjá Vilhjálmi mínum og það er að mörgu að huga. Ég er enn ekki alveg búin að ákveða hvað ég mun bjóða upp á í fermingunni, núna er ég að einbeita mér að boðskortunum, fötunum og slíku.

Í gærkvöldi vorum við með matarboð og ég hægeldaði nautalund. Við gæddum okkur á afgöngunum núna í kvöld, kjötið var lungnamjúkt og gómsætt, alveg finnst mér nauðsynlegt að gæða mér á góðri nautasteik öðru hvoru! Teriyaki kjúklingur frá Eldum réttEldum rétt” vikunni lauk hjá okkur fyrir helgi og ég þarf að huga að hversdagsmatnum aftur sjálf – lúxusinn er búinn! :) Síðasti rétturinn í hjá Eldum rétt í síðustu viku var ofureinfaldur og ljúffengur Teriyaki kjúklingur. Það var sniðugt í uppskriftinni að hrísgrjónin voru steikt á pönnunni eftir að rétturinn var tekinn af henni. Þannig fengu þau gott bragð og skemmtilega áferð.

IMG_4321

Uppskrift f. 4: 

  • 700 g kjúklingalundir
  • olía
  • salt & pipar
  • 4 dl hrísgrjón
  • 4 meðalstórar gulrætur, skornar í grófa strimla
  • 1 -2 paprikur, skornar í grófa strimla
  • 60 g strengjabaunir, skornar í tvennt
  • 2 laukar, skornir í grófa strimla
  • ca. 2,5 dl Teriyaki sósa

IMG_4309Hrísgrjón eru sett í pott ásamt 8 dl af vatni og smá salti bætt við. Soðið í 12-15 mínútur þar til nánast allt vatn er gufað upp. Þá eru hrísgrjónin tekin af hitanum og látin standa í 3-4 mínútur með lokinu á. Að lokum eru þau skoluð með köldu vatni og lögð til hliðar.

Grænmetið er steikt á pönnu, byrjað á gulrótunum í 1-2 mínútur og svo restinni af grænmetinu bætt út á pönnuna. Steikt í 2-3 mínútur þar til grænmetið fer að brúnast. Kjúklingurinn er saltaður og pipraður. Þá er gert pláss á pönnunni (ef pannan er lítil er grænmetið tekið af á meðan) og kjúklingalundirnar steiktar þar til þær hafa brúnast á öllum hliðum. Að lokum er teriyaki sósunni bætt út á pönnuna með kjúklingnum og grænmetinu og látið krauma í 3-4 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.  Rétturinn er settur á fat en hrísgrjónunum bætt út á sömu pönnu (án þess að hún sé þvegin á milli) og þau steikt í 2-3 mínútur til viðbótar. Borið fram með því að setja hrísgrjónin á disk og teriyakikjúklinginn ofan á.

IMG_4320


Filed under: Kjúklingur Tagged: kjúklingalundir uppskrift, kjúklingaréttur uppskrift, kjúklingur með teriyaki, kjúklingur og teriyaki, teriyakikjúklingur uppskrift

Fiskréttur með beikoni, eplum og brie

$
0
0

Fiskréttur með beikoni, eplum og brieÞað er vika liðin síðan ég setti inn uppskrift hér á bloggið en það er ekki þar með sagt að ég hafi verið í fríi frá eldhúsinu, síður en svo. Í dag er ég búin að vera að prófa mig áfram með ýmsa rétti fyrir fermingarveisluna hans Vilhjálms og afraksturinn mun birtast á prenti síðar í vikunni. Að vanda hefur verið nóg að gera þessa helgi sem og aðrar. Í gær fór ég á skemmtilega barna- og unglingabókaráðstefnu í Gerðubergi auk þess sem við fjölskyldan fórum á afmælistónleika í tónskóla barnanna. Í gærkvöldi gisti Jóhanna Inga hjá vinkonu sinni þannig að við hjónin notuðum tækifærið og skruppum í bíó og tókum Vilhjálm með okkur. Lunginn úr deginum í dag fór í matargerð en við mæðgur fórum líka í skemmtilega fimm ára afmælisveislu. Eins og hendi væri veifað er helginni að ljúka og mánudagur á morgun! Mér finnst tilvalið að snæða góðan fisk á mánudögum og mæli með að þið prófið þessa ljúffengu fiskuppskrift á morgun! :)

IMG_4204

Uppskrift:

  • 900 g góður hvítur fiskur (ég notaði þorskhnakka)
  • 4 msk hveiti
  • salt & pipar
  • chili krydd (ég notaði chili explosion)
  • smjör og/eða olía til steikingar
  • 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita
  • 1 græn paprika, skorin í bita
  • 1 rauðlaukur, skorin í bita
  • ca. 10 sneiðar beikon
  • 200 g brie ostur (t.d. brie-hringur)
  • rifinn ostur

Ofn hitaður í 200 gráður. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita. Salti, pipar og chili kryddi er bætt saman við hveitið og fisknum velt upp úr hveitiblöndunni. Fiskurinn er því næst steiktur á pönnu á báðum hliðum í örstutta stund og raðað í eldfast mót. Beikonið er skorið eða klippt í litla bita og steikt á pönnu þar til það er orðið stökkt. Þá er beikonið veitt af pönnunni. Eplin, laukurinn og paprikan er því næst steikt upp úr beikonfitunni, þegar það er farið að mýkjast þá er brie osturinn brytjaður út á pönnuna og leyft að bráðna svolítið, saltað og piprað eftir smekk.

IMG_4195Beikoninu er svo bætt út á pönnuna og allri blöndunni dreift yfir fiskinn.

IMG_4197Að lokum er rifnum osti stráð yfir réttinn og hann settur í ofn við 200 gráður í 10-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og fiskurinn er eldaður í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og salati.

IMG_4202Þeim sem þykir sósa nauðsynleg verða ekki sviknir af því að bera fram þessa sósu með réttinum:

Jógúrtsósa með fetaosti:

  • 2 dl grísk jógúrt
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • ca. 100 g fetaostur (ekki í olíu)
  • salt, pipar og smá chilikrydd

Öllu blandað vel saman með gaffli.


Filed under: Fiskur Tagged: auðveldur fiskréttur, ýsa í ofni, ýsa uppskrift, fiskréttir þorskur, fiskréttur, fiskréttur í ofni, fiskréttur uppskrift, fiskur í ofni, fljótlegur fiskréttur, góður fiskréttur, ofnbakaður fiskréttur

Glútenlausar vöfflur á vöffludegi

$
0
0

Glútenlausar vöfflur„Þegar ég bjó í Svíþjóð …“ er setning sem ég var staðráðin í að láta ekki hljóma vandræðalega oft eftir að ég flutti heim til íslands eftir 15 ára dvöl þar í landi. Ég veit ekki alveg hvort ég hef staðið við það, ég hef allavega margoft rætt um Svíþjóð og sænskar hefðir hér á blogginu. En það er jú líka ansi margt sem við getum sótt til þessarar frændþjóðar okkar þegar kemur að matargerð. Til dæmis eru Svíar snillingar í að búa sér til hátíðisdaga helgaða matréttum – nokkuð sem við Íslendingar mættum gjarnan taka upp finnst mér.

Svíar halda upp á dag kanelsnúðsins (4. október), dag frönsku súkkulaðikökunnar (7. nóvember) og dag ostakökunnar (14. nóvember). Til að fagna sænsku prinsessutertunni, dugir ekkert minna en heil vika sem er sú síðasta í september. Að auki eru borðaðar saffransbollur (Lussekatter) í kringum Lúsíuhátíðina á aðventunni og svo auðvitað bolludagur (sænskar semlor) sem nær eiginlega yfir mánaðartímabil. Í dag er svo vöffludagurinn – þið verðið að viðurkenna að þetta er dálítil snilld hjá Svíunum!

Það er sniðugt hvernig vöffludagurinn kom til því upphaflega er þetta kristinn dagur, dagur jómfrúarinnar (Vårfrudagen) en þá er þess minnst þegar Gabríel erkiengill boðaði Maríu Mey að hún myndi fæða frelsarann, ég geri ekki ráð fyrir að hún hafi boðið honum upp á vöfflur í tilefni dagsins. Í tímans rás þá breyttist á óútskýranlegan hátt, vegna misheyrnar, misskilnings eða jafnvel bara gríns, nafnið „Vårfrudagen“ í „Våffeldagen“.

IMG_4511

25. mars er því helgaður vöfflum í Svíþjóð og mér sýnist hjá vinum mínum á Instagramminu að svo sé líka í Noregi. Óteljandi girnilegar vöfflumyndir hafa streymt í gegnum símann minn í dag með Instagram og það kom því ekkert annað til greina en að baka vöfflur þegar ég kom heim úr vinnunni.

Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með glútenfrítt brauð og bakkelsi og var því mjög glöð þegar ég sá sænskar Finax vörur, sem ég notaði mikið í Svíþjóð, voru komnar í Hagkaup. Þetta er glútenlaus mjölblanda og gróf mjölblanda. Þessar blöndur er hægt að nota í stað hveitis í flestum uppskriftum. Til dæmis bjó ég til gómsætt glútenlaust brauð um daginn sem var líka gerlaust þar sem ég blandaði saman grófa og fína mjölinu.

IMG_4476 Ég var ekkert smá ánægð með útkomuna á vöfflunum. Hér heima voru nokkur börn sem gæddu sér á vöfflunum og þeim fannst þær meira að segja betri en þessar hefðbundu sem ég hef gert. Vöfflurnar voru afar fljótar að bakast, og urðu stökkar og gómsætar!

IMG_4505

Uppskrift:

  • 4 egg Finax
  • ca. 5 dl mjólk
  • 100 g smjör, brætt
  • 5 dl glutenfri mix frá Finax
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar)

Mjölinu er blandað við lyftiduftið, vanillusykurinn og saltið. Eggin eru aðskilin og eggjarauðunum er hrært út í þurrefnin ásamt helmingnum af mjólkinni. Þá er restinni af mjólkinni bætt út í smátt og smátt. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og því næst blandað varlega út í degið.

IMG_4499 IMG_4505

 


Filed under: Glútenlaust, Vöfflur og pönnukökur Tagged: glútenfríar uppskriftir, glútenfríar vöfflur, glútenfrítt, glútenfrítt fæði, glútenlausar uppskriftir, glútenlausar vöfflur, glútenlaust, glútenlaust fæði, glútenlaust fæði uppskriftir, vöfflur án glútens

KFC kjúklingur með sætkartöflumús og sinnepsjógúrtsósu

$
0
0

KFC kjúklingur með sætkartöflumús og sinnepsjógúrtsósuÞað er nú með ólíkindum hversu mikill tími og kraftur fer í að undirbúa fermingarveislu! Þó svo að Vilhjálmur sé þriðja barnið okkar sem fermist þá er þetta eiginlega fyrsta hefðbundna veislan. Þegar Alexander fermdist þá bjuggum við úti og mamma hans undirbjó allt þó svo að ég hafi gert einhverjar veitingar í veisluna. Ósk fermdist sama sumar og við fluttum heim frá Svíþjóð. Þá um veturinn gekk hún til íslenska prestsins í Svíþjóð en það var heldur óformleg fermingarfræðsla. Við bjuggum í Stokkhólmi en presturinn var staðsettur í Gautaborg. Öðru hvoru kom hann upp til Stokkhólms og hitti Ósk yfir kakóbolla á kaffihúsi og spjallaði en annars stundaði hún fræðsluna í fjarnámi. Hún fór líka í skemmtilegar fermingarbúðir með öðrum íslenskum krökkum sem bjuggu á Norðurlöndunum. Fermingin fór síðan fram síðla sumars hér á Íslandi rétt eftir að við fluttum heim. Ósk var ein við athöfnina sem varð fyrir vikið einlæg og persónuleg og það voru einungis ættingjar og vinir í kirkjunni. Veislan var í safnaðarsalnum og var fremur látlaus. Við vorum að gera upp húsið okkar og vorum ekki flutt inn. Ég hafði þetta því bara einfalt, keypti smárétti og bakaði sjálf súkkulaðikökur. Ósk hafði fram að þessu búið alla sína ævi í Svíþjóð og einungis farið í eina fermingarveislu áður, hjá Alexander bróður sínum þegar hún var sjö ára. Í Svíþjóð er lítið um að krakkar fermist og ef þau gera það þá eru ekki haldnar miklar veislur, í mesta lagi fer kannski fjölskyldan saman út að borða. Ég sá til dæmis aldrei eina einustu auglýsingu í Svíþjóð sem tengdist fermingum á nokkurn hátt. Það var því gaman að sjá viðbrögð Óskar við öllum fallegu fermingargjöfunum sem hún fékk. Hún hafði engin viðmið þegar kom að fermingargjöfum og hafði satt best að segja ekki hugmynd um að hún myndi fá svona margar og fallegar gjafir, það kom henni alveg í opna skjöldu!

Milli þess sem ég skipulegg fermingarveisluna sem nálgast óðfluga þarf víst fjölskyldan að borða líka. Í kvöld langaði mig að hafa það sem Kaninn kallar ”comfort food”. Ég er ekki hrifin af KFC en samt er eitthvað ávanabindandi við þann kjúkling, allavega fæ ég stundum löngun í KFC þó svo að ég viti innst inni að mér finnist eiginlega ekkert varið í hann – skrítið! Ég gerði í kvöld mikið betri kjúkling sem fær samt að heita KFC – “Kleifarsels Fried Chicken”. Kjúklingurinn var ákaflega meyr og bragðgóður og féll sannarlega vel í kramið hjá öllum í fjölskyldunni. Ég ætlaði að hafa sætkartöflu franskar með kjúklingnum en það breyttist á síðustu stundu í sætkartöflumús, ég er bara með æði fyrir henni þessa dagana! Það er svo lítið mál að búa hana til, að þessu sinni skrældi ég sætkartöflur og skar í bita. Sauð bitana í vatni þar til þeir voru orðnir mjúkir, stappaði og bætti smá naturel Philapelphia osti út í ásamt Philadelphia með sweet chili) og kryddaði með chiliflögum. Það er líka hægt að nota til dæmis smjör í stað rjómaosts.IMG_4533

Uppskrift:

  • 6 -7  kjúklingabringur (ég nota kjúkling frá Rose Poultry)
  • ca. 24 Ritz kex kökur
  • 2 bollar Corn Flakes
  • 2 msk sesamfræ
  • 1/4 -1/2 tsk cayenne pipar
  • 1 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
  • 2 eggjahvítur
  • 1 dós jógúrt án ávaxta
  • 1 msk dijon sinnep
  • 1/2 tsk salt
  • ólífuolía

Ofn er hitaður í 200 gráður. Ofnplata er klædd bökunarpappír og pappírinn smurður eða spreyjaður með ólífuolíu. Kornflex og Ritzkex er mulið í matvinnsluvél og blöndunni síðan blandað saman við cayanne pipar, hvítlaukskryddið og sesamfræin. Í annarri skál er eggjahvítum, dijon sinnepi, jógúrti og salti blandað saman. Kjúklingabringunum er dýft vel ofan í jógúrt blönduna og svo velt upp úr kornfleks-blöndunni þannig að kjötið sé alveg þakið. Kjúklingabringunum er raðað á ofnplötuna, þær penslaðar með smá ólífuolíu og bakaðar í ofni í ca. 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Athugið að tíminn fer algjörlega eftir stærðinni á bringunum, ef þær eru litlar þarf jafnvel að taka þær út fyrr. Borið fram með sætkartöflu frönskum eða sætkartöflumús og sinnepsjógúrtssósu.

IMG_4539

Sinnepsjógúrtsósa:

  • 1 dós grísk jógúrt
  • ca. 1 msk dijon sinnep
  • ca. 1/2 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
  • 1.5 tsk hunang

Öllu blandað vel saman með gaffli eða skeið.

IMG_4532

 

 

 


Filed under: Kjúklingur, Meðlæti, Sósur Tagged: kfc kjúklingur uppskrift

Dumle-súkkulaðifrauð með karamelliseruðum hnetum

$
0
0

Dumle-súkkulaðifrauð með karamelliseruðum hnetumUm daginn gaf ég nokkrar uppskriftir fyrir fermingarveislur í Fréttatímanum. Ein þeirra var af sjúklega góðu Dumle-súkkulaðifrauði. Á þessum myndum útbjó ég það í litlum skömmtum sem hentar vel á hlaðborð en það er ekkert því til fyrirstöðu að búa til hefðbundinn eftirrétt úr þessari uppskrift og þá passar uppskriftin fyrir um það bil fjóra. Það þarf ekkert endilega að gefa sér tvo daga til að útbúa réttinn en það getur verið afar hentugt þegar veisla er undirbúin. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að gera réttinn samdægurs. Það eina sem þarf að gæta að er að rjóminn sé orðin alveg kaldur áður en hann er þeyttur.

IMG_4444

Dumle-súkkulaðifrauð með karamelliseruðum hnetum (passar í ca. 10 lítil glös eða 4 venjulega skammta sem eftirréttur)

  • 1 poki Dumle karamellur (120 g)
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl hnetur (t.d. heslihnetur og kasjúhnetur)
  • 2 msk sykur
  • ½ msk smjör
  • hindber til skreytingar

Dagur 1:

Hneturnar eru grófsaxaðar og settar á pönnu ásamt sykri og smöri við meðalhita, hrært stöðugt í blöndunni. Þegar sykurinn hefur brúnast og hneturnar karamelliseras er þeim hellt á bökunarpappír og leyft að kólna. Þegar hneturnar eru orðnar kaldar eru þær muldar niður og geymdar í góðu íláti.

Karamellurnar eru klipptar í smærri bita. Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu er karamellunum bætt út rjómann og hrært þar til þær hafa bráðnað. Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli þar til blandan er orðin alveg köld, best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu.

IMG_4416

Dagur 2:

Rjómablandan er þeytt í hrærivél þar til að hún hefur náð æskilegum stífleika. Þá er blandan sett í rjómasprautu og sprautað í um það bil tíu lítil glös eða skálar. Karamelliseruðu hnetunum dreift ofan í hvert glas og skreytt með hindberjum. Það er í lagi að setja plastfilmu yfir glösin og geyma þau í kæli fram á næsta dag.

IMG_4431

 


Filed under: Eftirréttir Tagged: áramótaeftirréttur, besti eftirrétturinn, bestu eftirréttirnir, Eftirréttir, eftirréttir á gamlárskvöld, eftirréttir á páskadag, eftirréttir fyrir matarboð, eftirréttir uppskrift, eftirréttur á hlaðborð, eftirréttur fyrir marga, eftirréttur með dumle, eftirréttur með karamellum, einföld súkkulaðimús, góð súkkulaðimús, góðir eftirréttir, súkkulaðifrauð uppskrift, súkkulaðimús, súkkulaðimús uppskrift, uppskrift súkkulaðimús

Kjúklingaspjót í tælenskri grillsósu

$
0
0

IMG_4400

Í dag fórum við í fermingarveislu til dóttur Önnu æskuvinkonu minnar, hennar Önnu Daggar.

Önnur Ég útbjó kjúkling fyrir veisluna og notaði uppskrift sem birtist frá mér í fermingarblaði Fréttatímans nýverið. Í þeirri uppskrift þræddi ég kjúklinginn upp á spjót og grillaði þau.

IMG_4382Fyrir fermingarveisluna í dag hafði ég bitana staka og eldaði þá í ofni. Svo voru bitarnir bornir fram stakir með pinnum í og heit sósan til að dýfa þeim í. Hafa ber í huga að þegar þessi uppskrift er margfölduð þá þarf ekki að margfalda magnið á sósunni jafnmikið. Til dæmis gerði ég fjórfalda sósuuppskrift (og hefði getað haft þrefalda) fyrir veisluna í dag en sjöfaldaði magnið af kjúklingnum. Ég notaði sem sagt sex kíló af kjúklingbringum frá Rose Poultry sem gaf mér um það bil 320 fremur stóra bita.

ferming

Veislan í dag var frábær, góðar veitingar og fallega skreyttur salurinn. Fermingarstúlkan, Anna Dögg, er bæði í handbolta og skátum og þau áhugamál hennar komu inn sem þema í veisluna. Hún er líka búin að vera í myndlistaskóla og eftir hana liggja mörg leirlistaverk sem skreyttu gestaborðin.

borðin Það var mjög sniðugt að Anna Dögg valdi sér og pantaði m&m frá Bandaríkjunum í sérstökum litum með áritunum. Það kom skemmtilega út og Rice krispies kransakakan var skreytt með því.

kaka

Anna vinkona hefur verið ótrúlega öflug í gegnum tíðina að búa til minningabækur fyrir börnin sín. Ég held að fáir komist með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum! :)

albúmEn hér er uppskriftin af gómsæta kjúklingnum.

Uppskrift (um það bil 14 grillspjót með 4-5 bitum hvert):

  • 4 msk Huntz tómatpúrra
  • 4 msk púðursykur
  • 4 msk Blue Dragon sojasósa
  • 2 tsk cumin (krydd)
  • 2 tsk saxað kóríander í krukku frá Blue Dragon
  • 4 msk Blue Dragon sweet chilli sósa
  • 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt
  • 1 dós Blue Dragon kókosmjólk (400 ml)
  • 900 g kjúklingabringur frá Rose Poultry
  • grillspjót (tréspjót þarf að leggja í bleyti í 30 mínútur fyrir notkun)

Öllum hráefnunum í sósuna, fyrir utan hvítlauk og kókosmjólk, er blandað saman í pott. Á meðan suðan kemur upp er hrært stöðugt í blöndunni þar til púðursykurinn er búinn að leysast upp. Þá er hvítlauknum og kókosmjólkinni bætt út pottinn og sósan látin ná suðu. Því næst er potturinn tekinn af hellunni og sósan látin kólna.

Kjúklingabringurnar eru skornar niður í hæfilega stóra bita. Kjúklingabitunum er blandað saman við tæplega helminginn eða 2/3 af sósunni og sett í kæli í nokkrar klukkustundir, helst yfir nóttu. Kjúklingabitarnir eru því næst þræddir upp á grillspjót og þau grilluð við meðalháan hita í um það bil 10 – 12 mínútur eða þar til kjötið er grillað í gegn – tíminn er breytilegur eftir grillum. IMG_4366  Það er líka hægt að grilla kjúklingaspjótin í bakarofni við 225 gráður. Spjótin eru borin fram heit eða köld með restinni af heitri sósunni.

IMG_4408


Filed under: Grillað, Kjúklingur Tagged: ferming, ferming matur, ferming veitingar, fermingarveisla skreytingar, fermingarveisla veitingar, grillspjót, grillspjót sósa, grillspjót uppskrift, Kjúklingaspjót, kjúklingaspjót á grillið, kjúklingaspjót sósa, kjúklingaspjót uppskrift, skreytingar

Mangókjúklingur

$
0
0

MangókjúklingurÉg hvet ykkur sem hafið áhuga á kökum, tertum og eftirréttum (hver hefur það ekki?) að skoða Fréttatímann vel í fyrramálið. Þar munu birtast nokkrar uppskriftir frá mér sem ég get lofað að valda sælkerum ekki vonbrigðum! :)

Í dag ætla ég hins vegar að setja inn klassíska uppskrift, kjúkling og mango chutney! Það mætti kannski halda að borið væri í bakkafullan lækinn með slíkri uppskrift en ég fæ bara ekki nóg af þessari samsetningu, kjúklingur og mangó er svo ákaflega gott saman. Þessi uppskrift hefur verið að flakka um á mörgum sænskum vefsíðum í mismunandi útgáfum og hér er mín útgáfa.

Uppskrift:

  • 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry, skornar í bita
  • smjör og/eða olía til steikingar
  • 1 kjúklingateningur
  • 2 dl vatn
  • 0,5 msk sojasósa
  • 1/2 – 1 tsk sambal oelek (chilimauk)
  • 1 púrrlaukur, skorinn í strimla
  • 1 rauð paprika, skorin í strimla
  • 3 msk mango chutney
  • 1 dós 36% sýrður rjómi
  • 1 lítið ferskt mangó, skorið í bita
  • salt og pipar

Kjúklingurinn saltaður og pipraður og því næst steiktur á pönnu upp úr smjöri og/eða olíu. Vatni, kjúklingateningi, sojasósu og sambal oelek er þá bætt út á pönnuna og látið malla í 10 -15 mínútur (helst undir loki).  Því næst er sýrðum rjóma bætt út á pönnuna ásamt púrrlauk og papriku, látið malla í nokkrar mínútur til viðbótar. Að lokum er mangóbitunum bætt út í. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og góðu brauði. 

Mangókjúklingur


Filed under: Kjúklingur Tagged: kjúklingur með mangósósu, kjúklingur með mango chutney, Kjúklingur og mango chutney, kjúklingur og mango chutney uppskrift, mang, mango chutney kjúklingur, mango chutney uppskrift

Fazermint marengsterta

$
0
0

IMG_4594

 

IMG_4600Í gær var ég svolítið eins og sprungin blaðra, ánægð blaðra – en sprungin! :) Fermingin hans Vilhjálms var í fyrradag og heppnaðist ákaflega vel. Ég er orðin hressari núna og nýt þess að vera loksins í fríi. Ég á eftir að blogga meira um þennan dásamlega fermingardag, matinn, uppskriftir og skreytingar en ég þarf að vinna úr myndunum betur áður.

Á meðan ætla ég hins vegar að setja hér inn í dag uppskrift að frábærri marengstertu með myntusúkkulaði. Það er fátt sem slær út gómsætum marengstertum og ég mæli með að þið skellið þessa og bjóðið sem eftirrétt eftir góða páskamáltíð!

IMG_4611

Marengs:

▪   2 dl sykur
▪   1 dl púðursykur
▪   4 eggjahvítur
▪   3 bollar Rice Krispies

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er um það bil 23 cm. í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann
settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í um það bil 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Fazermint marengsterta

Rjómafylling:

▪   5 dl rjómi
▪   250 g fersk jarðaber, skorin í bita
▪   ca. 200 g fersk bláber
▪   8 molar Fazermint (ca. 60 g), saxaðir smátt

Rjóminn er þeyttur og berjunum ásamt Fazermint molunum er blandað út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna þegar þeir eru orðnir kaldir.

Fazermint krem: 

  • 4 eggjarauður
  • 4 msk flórsykur
  • 12 molar Fazermint (ca. 90 g)
  • 100 g Toms extra súkkulaði 70%

IMG_4925

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Toms extra súkkulaðið er brotið niður í skál ásamt Fazermint molunum og brætt yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðiblandan er of þykk er hægt að bæta örlítilli mjólk eða rjóma út í. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðaberjum, bláberjum, hindberjum, rifsberjum og blæjuberjum. Tertan er geymd í ísskáp og er góð, ef ekki betri, daginn eftir.

IMG_4585


Filed under: Kökur, Tertur Tagged: auðveld marengsterta, besta marengstertan, góð marengsterta, marengs með rice krispies, marengs uppskrift, marengsbotn uppskrift, marengsterta, marengsterta með jarðaberjum, marengsterta með myntusúkkulaði, marengsterta með piparmyntu, marengsterta með piparmyntusúkkulaði, marengsterta með rice krispies, marengsterta með súkkulaði, marengsterta uppskrift, marenskaka uppskrift, marensterta uppskrift, uppskrifa að marenstertu, uppskrift að marengstertu

Fermingarveisla

$
0
0

IMG_5106

Um daginn sagðist ég ætla að blogga meira um fermingarveisluna og ég er að hugsa um að gera gott betur og hafa þetta einskonar gátlista líka fyrir fermingarveislur. Á hverju ári bætast nýir fermingarforeldrar í hópinn sem eru allir í sömu hugleiðingunum og þá getur verið gott að fá hugmyndir og góð ráð frá öðrum sem þegar hafa gengið í gegnum þetta ferli.

Ég ætla nú samt að byrja á öfugum enda og tala fyrst aðeins um matinn í fermingarveislunni. Ég ákvað að bjóða upp á það sem mér finnst sjálfri best að fá í svona veislum, smárétti og kökur í eftirrétt. Einn galli við smárétti að margir þeirra geymast illa, til dæmis snittur og slíkt, því þarf að útbúa suma réttina samdægurs. Það gefst yfirleitt lítill tími á sjálfan fermingardaginn að stússast með veitingar. Ég ákvað því að búa til um það bil helming réttanna sjálf og keypti svo restina tilbúna. Það sem ég gerði meðal annars sjálf voru þessi kjúklingaspjót hér en að þessu sinni notaði ég kjúklingalundir frá Rose Poultry sem mér fannst koma enn betur út en að nota kjúklingabringur, þær voru afar meyrar og góðar. Ég leitaði mikið að góðum grillspjótum og fann bestu spjótin í Þinni verslun. Þau voru ekki of löng og voru með flötum enda öðru meginn. Þau voru líka á góðu verði, 250 stykkki á 998 krónur. Það voru til svipuð grillspjót í Sörstrene Grene en þar kostuðu 40 spjót 299 krónur. Gott er að setja álpappír utan um endana á spjótunum á meðan grillað er til þess að þau verði ekki svört.IMG_5103 Ég gerði líka þessar laxarúllur

IMG_5114

auk þess að gera snitturnar sem ég er með uppskrift að hér.

IMG_5122

Svo fékk ég mömmu til þess að búa til skinkuhorn.

Ég ákvað að panta smárétti frá Osushi en ég hafði smakkað þá áður og fannst þeir ákaflega góðir. Mér finnst líka mjög þægilegt að á heimasíðunni þeirra er góður listi með myndum af öllum réttunum, nokkuð sem mér finnst að fleiri staðir ættu að tileinka sér. Það munar svo mikið um að sjá hvernig réttirnir líta út og vita strax verðið í stað þess að fá blindandi tilboð eins og margir staðir eru með.

Ég pantaði djúpsteiktar risarækjur með súrsætri sósu.

IMG_5118

Hrikalega góðar og ég held ég geti fullyrt að þær hafi slegið í gegn í veislunni, þetta var allavega það sem mér fannst best á veisluborðinu. Í veislunni voru um það bil 75 gestir (þarf af 10 börn undir fermingaraldri). Ég var með átta tegundir af smáréttum og miðaði við að vera með rúmlega tvo bita af hverjum rétti á mann eða um það bil 150 bita af hverjum rétti (var þó með töluvert meira af kjúklingaspjótunum og sushi). Þetta gera meira en 16 bita á mann sem er vel ríflegt, það er reiknað með 12-16 bitum af smáréttum (reyndar með sætum bitum líka) sem heil kvöldmáltíð fyrir einn. Eftir fyrstu umferð á veisluborðið voru enn til rækjur en þær kláruðust síðan alveg. Fyrir næstu veislu mun ég pottþétt kaupa meira af þeim – ég var nefnilega hálft í hvoru að vonast til að að yrði afgangur sem við gætum gætt okkur á eftir veisluna! ;)

IMG_5102

Að sjálfsögðu pantaði ég líka gómsæta sushi bita frá Osushi. Ég var með rétt um 300 sushi bita og hélt að það væri yfirdrifið nóg þar sem að það borða nú ekki allir sushi. Það dugði en kláraðist næstum því, kannski ekki skrítið því það var ofsalega gott.

IMG_5116

Þriðji rétturinn sem ég pantaði voru hrossaspjót, hljómar kannski ekki vel í allra eyrum en er ó svo gott! Þau eru marineruð í einhverskonar asískri sósu með klettasalati, vorlauk og sesamfræjum – ljúffengt! Ég pantaði 150 spjót og það voru bara örfá eftir.

IMG_5095

Ég get allavega vel mælt með smáréttunum frá Osushi og mun klárlega nýta mér þjónustu þeirra aftur.

IMG_5105

Þó svo að ég hafi gaman af því að baka þá ákvað ég að leggja það í hendur bökunarsnillingnum henni Önnu frænku minni sem er konditor, menntuð í Danmörku. Terturnar hennar eru veisla fyrir bæði augað og magann!

IMG_5172

Vilhjálmur hafði ekki mikla skoðun á matnum en hann er áhugamaður um tertur! :) Við fórum því til Önnu og hann lýsti því sem hann vildi. Hann ákvað alveg sjálfur hvaða tegundir af tertum yrði og hvernig þær átti að skreyta. Hann var ákveðinn í að bjóða upp á kransaköku skreytta með tónum og g-lykli.

IMG_7550

Einnig vildi hann uppáhaldstertuna sína, sænska prinsessutertu og var með ákveðna skoðun á skreytingunum sem Anna átti auðvelt með að framkvæma.

IMG_5088

Við vorum himinlifandi þegar við sáum útkomuna, ótrúlega falleg terta og kransakaka, alveg eftir Vilhjálms höfði, og báðar brögðuðust himneskt vel. Kransakakan hennar Önnu er framúrskarandi góð, langsamlega best af öllum þeim sem ég hef prófað og tertan einstaklega góð – og ég er ekki bara að segja þetta af því við erum skyldar! :) Kranskakan var 15 hringja, tertan var 40 manna og að auki var ég með 80 lítil glös af Dumle súkkulaðimús ásamt súkkulaðigosbrunn, ávextum og berjum. Ég hélt að það yrði fremur mikill afgangur en það var bara smá biti eftir af tertunni, einn hringur af kransakökunni og öll súkkulaðimúsin kláraðist. Það sannaðist að það er ekki bara ég sem er hrifin af tertunum hennar Önnu! :) Þið getið skoðað þessi gómsætu listaverk á Facebook síðunni hennar hér.

IMG_5083

Hér að neðan setti ég saman dálítinn gátlista fyrir fermingarveislur og skrifaði líka hvernig ég útfærði ýmiss atriði fyrir okkar veislu. Það væri mjög gaman ef fleiri fermingarmömmur – eða pabbar – myndu bæta við þennan gátlista í athugasemdunum. Þar væri hægt að koma með góð ráð og hugmyndir sem þið hafið notast við í fermingarveislum. Þannig yrði þetta góður hugmyndabanki! :)

  • Hvar á veislan að vera, heima eða í sal? Ef veislan á að vera í sal þá þarf að bóka hann með mjög góðum fyrirvara. Vinsælir salir eru jafnvel bókaðir með meira en árs fyrirvara. Oft á tíðum ákveður fólk fermingardaginn áður en kirkjan gefur út hvaða daga er fermt en flestar kirkjur halda sig við sömu dagsetningarnar ár eftir ár. Það er gott að hafa í huga að það eru fleiri salir um að velja en bara hefðbundnir veislusalir. Aðrir salir sem koma til greina eru til dæmis safnaðarheimili, matsalir í skólum og á stórum vinnustöðum. Einnig er oft hægt að nýta sali á vegum stéttarfélaga og íþróttafélaga.
  • 1797465_10152096332222993_5031783339011518903_n Þeir bjóða upp á að maður hanni kortin sjálfur en ég var með ákveðnar hugmyndir um tónlistarþemakort sem ég skýrði út fyrir þeim og þeir hönnuðu fyrir mig. Ég vildi hafa kortið einfalt, sem sagt ekki brotið, því margir setja svona boðskort upp á ísskáp og þá njóta þau sín ekki ef þau eru tvöföld. Við ákváðum líka að hafa textann þannig að við foreldrarnir buðum til veislunnar en nafnið á fermingarbarninu kom skýrt fram, okkur fannst það fallegast þannig. Það var líka mjög þægilegt að ég gat skilað gestalista til þeirra í Excel skjali og þeir prentuðu framan á umslögin, ég mæli með þeim tímasparnaði! Ég lét einnig prenta nokkur kort með öðrum texta: “Velkomin í fermingarveisluna mína – 4. hæð” og svo nafn fermingarbarnsins undir. Ég hengdi þau kort upp við innganginn og í lyftunni svo það færi ekkert á milli mála hvert ætti að fara þegar í húsið var komið.
  • IMG_5331 Gott er að hafa í huga að gefa sér góðan tíma á milli fermingar og veislu. Ef ferming er klukkan 14 þá getur verið tæpt að hafa veisluna klukkan 16 ef eitthvað er eftir að undirbúa. Við vorum komin í salinn um það bil 15.45 og vorum með veisluna klukkan 17.
  • Gylling á sálmabók. Það er hefð fyrir því að fermingarbörn séu með sálmabækur við ferminguna og þær eru yfirleitt með gyllingu þar sem kemur fram nafn og fermingardagur. Hefðin er að strákar noti svarta sálmabók og stelpurnar hvítar. Þessar sálmabækur er hægt að kaupa og gylla á mörgum stöðum, t.d. hjá Garðheimum, Blómavali, Stell.is og það tekur nokkra daga að fá bækurnar gylltar. Það getur verið skemmtilegt að leggja sálmabókina til sýnis hjá til dæmis gestabókinni í veislunni.
  •  Margir útbúa sérstaka gestabók fyrir ferminguna. Ég legg ekki mikið upp úr því og finnst eiginlega óþarfi að sitja uppi með heila gestabók sem bara er skrifað í einu sinni. Það getur reyndar verið skemmtilegt að sameina gestabók og myndaalbúm. Ég hef hins vegar notað bókina “Fyrsta bók barnsins” sem gestabók í síðustu tveimur fermingum og látið gestina skrifa aftast í hana. Þar eru yfirleitt nokkrar auðar síður sem mér finnst tilvaldar að nota sem gestabók fyrir fermingarveislugesti og slá þannig botninn í bókina.
  • Sumir vilja láta prenta á servíettur og merkja kerti. Það er gert meðal annars hjá sömu aðilum og gylla sálmabækurnar, Blómavali, Garðheimum og á fleiri stöðum. Við ákváðum að gera það ekki. Veislan hjá okkur var með tónlistarþema og ég keypti kerti í Íkea. Ég notaði svo gamla nótnabók sem ég fékk á nytjamarkaði og bjó þannig til nótnakerti. Nóturnar sem ég stakk í kertin fékk ég í Föndru. Við vorum með servíettur í stíl við kertin, með nótum á. Ég fékk líka bókstaf fermingardrengsins í Föndru og fékk handlagna vinkonu mína til þess að mála stafinn og skreyta með nótum.

IMG_7545IMG_4979

  •  Ég var í vandræðum með að finna löbera á gestaborðin sem mér fannst nógu fallegir en kostuðu ekki hönd og fót. Ég notaði ekki dúka og vildi fá löbera sem dygðu yfir öll borðin og þurfti því um 30 metra. Ég endaði á því að kaupa flekagardínur í Íkea. Hver fleki er þrír metrar og hann er hægt að kljúfa í tvennt, það nást því sex metrar úr einum fleka. Efnið er mjög gerðarlegt og fallegt þannig að þessir “löberar” komu mjög vel út.
  • IMG_5255Kertastjakana undir sprittkert keypti ég alla á nytjamörkuðum og blandaði saman mismunandi tegundum, var með 6-7 á hverju borði. Vasana undir blómin átti ég frá síðustu fermingu. Ég fór í Dalsgarð í Mosfellsdal og keypti Musacari laukana (perluhýasintur) sem ég einfaldlega hreinsaði moldina af og setti í vasa auk fallegra steina.

IMG_5018

  • Fríða vinkona mín sem er snilldar blómaskreytir gerði svo þessa rustic borðskreytingu á matarborðið. Hún er gerð úr liljum, perluhýasintum, mosa, greinum og steinum.

IMG_5004 IMG_5183

  •  Það er misjafnt hvað boðið er upp á í fermingum. Sumir eru með hefðbundin kökuboð með kökum og brauðréttum. Aðrir bjóða upp á súpu og brauð á meðan einhverjir hafa mat, til dæmis lambalæri og meðlæti. Ég ákvað að bjóða upp á það sem mér finnst sjálfri best að fá í svona veislum, smárétti og kökur í eftirrétt eins og ég lýsti hér að ofan og þar kemur líka fram nákvæmlega allt varðandi magn.
  •  Margir eru með myndasýningu í gegnum skjávarpa þar sem myndum af fermingarbarninu í gegnum tíðina er varpað á tjald. Ég ákvað hins vegar að vera dálítið “retro” og útbjó fullt af myndum af syninum í myndaforritinu Picasa. Þar breytti ég útliti myndanna þannig að þær litu út eins og Polaroid myndir og skrifaði texta undir þær. Ég hengdi svo upp snæri hér og þar í salnum og klemmdi myndirnar á snærin með litlum klemmum úr Tiger. Þannig gegndu myndirnar líka ákveðnu skreytingarhlutverki fyrir salinn. Hér að neðan glittir líka í glerkúpul og undir honum var ég með fyrstu skóna hans Vilhjálms.

IMG_4999 IMG_4997

  • Það er gaman að brjóta upp veisluna með einhverju skemmtilegu. Vilhjálmur er búinn að æfa á píanó í nokkur ár og spilaði tvö verk í veislunni.
  • IMG_5161 Ég útbjó líka myndband þar sem ég klippti saman skemmtileg myndbönd af Vilhjálmi í gegnum tíðina. Ég var svo forsjál að taka upp myndband með Vilhjálmi átta ára gömlum þar sem hann bauð gesti velkomna í fermingarveisluna sína og fannst mjög skrýtið þegar ég lét hann segja ártalið 2014 enda var þá bara árið 2008! :)
  • IMG_5218Myndbandið féll vel í kramið og mér skildist á mörgum gestum að það hefði orðið þeim hvatning til að taka upp fleiri myndbönd af börnunum sínum! :)

IMG_5244

Skreytingar þurfa ekki að vera dýrar, hér eru afklipptar greinar hirtar úr Sorpu og sería úr Tiger sem kostaði 1200 krónur.

IMG_5251

Tveir kertastjakar að heiman og einn af nytjamarkaði, vasi úr Rúmfatalagernum og Perluhýaintur úr Dalsgarði (kosta 400 ca. 6 laukar saman)

IMG_4983

Föndrað nótukerti, Perluhýasintur og í þriðja vasanum geymdi ég að tilviljun snærið sem ég notaði fyrir myndirnar og stakk í það afklippum – þetta endaði sem skraut! :)

  • Ekki gleyma að taka með í salinn kveikjara fyrir kerti, límband, kennaratyggjó og annað smálegt sem getur komið að gagni við skreytingar.

IMG_5171Fermingardrengurinn og stoltir foreldrar.

IMG_5178

IMG_5270

Flottu systkinin!

IMG_5234

Fermingardrengurinn og bestu vinirnir! :)

 


Filed under: Annað Tagged: fallegar fermingartertur, fermingarskreytingar, fermingarterta skreyting, fermingartertur, fermingarveisla heima, fermingarveisla hugmyndir, fermingarveislur, fermingarveislur í sal, fermingarveislur heima, fermingarveislur magn, fermingarveislur matur, fermingarveislur salur, fermingarveislur skreytingar, fermingarveislur smáréttir, hugmyndir fyrir fermingarveislur, kaupa mat í fermingarveislur, kaupa smárétti í fermingarveislur, kransakökur skreyting, matur í fermingarveislur, skreyting fyrir fermingarveislur

Bananakaka með hnetusmjöri og súkkulaði

$
0
0

Bananakaka með hnetusmjöri og súkkulaðiEf þið hugsið eins og ég þá eruð þið nú þegar fallin fyrir þessari köku bara með því að lesa titilinn á bloggfærslunni, bananakaka með hnetusmjöri og súkkulaði – hvernig er ekki hægt að falla fyrir slíku! Það er samt algjört vesen hversu erfitt það er að taka myndir af brúnum matréttum og kökum og láta góða bragðið skila sér í gegnum myndirnar. En trúið mér, þessi kaka er algjört æði! Þetta er kaka sem er “must try” gott fólk! :)

IMG_6048

 

Uppskrift: 

  • 3 stórir bananar, vel þroskaðir
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl ab-mjólk eða súrmjólk
  • 100 g smjör, brætt
  • 2 egg
  • 5 dl Kornax hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1/2 tsk salt
  • 150 g Siríus konsum suðusúkkulaðidropar (1 poki)

Ofn hitaður í 175 gráður við undir og yfirhita. 24 cm form er smurt að innan. Bananar eru stappaðir og settir í hrærivélaskál. Hnetusmjöri, sykri, púðursykri ab-mjólk, bræddu smjöri og eggjum bætt út í og öllu hrært saman þar til deigið verður slétt. Þá er hveiti, matarsóda og salti hrært saman við.  Að síðustu er súkklaðidropunum hrært saman við deigið.  Deiginu er að lokum hellt í bökunarformið og bakað við 175 gráður í um það bil 50-60 mínútur. Kakan er góð borin fram volg en ekki síðri eftir að hún er orðin köld.

IMG_6038IMG_6039IMG_6046

 


Filed under: Kökur Tagged: auðveld kaka, Bananakaka, bananakaka með hnetusmjöri, bananakaka með súkkulaði uppskrift, bananakaka uppskrift, einföld bananakaka, einföld kaka, góð kaka, súkkulaði bananakaka, Súkkulaði bananakaka uppskrift, súkkulaði og bananakaka, Súkkulaðibananakaka uppskrift, uppskrift bananakaka

“Kladdkaka” með appelsínukaramellu Pippi og Rice krispies

$
0
0

Kladdkaka með appelsínukaramellu Pipp og Rice KrispiesÍ dag eiga Eldhússögur tveggja ára afmæli! Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég opnaði þetta blogg fyrir tveimur árum. Ég hef sett hingað á síðuna tæplega 400 uppskriftir og á heimsóknirnar farið vel yfir 20 þúsund á dag þegar mest lætur. Á eins árs afmælinu í fyrra setti ég inn uppskrift að algjörri kökubombu, Súkkulaðitertu með söltu karamellukremi. Tveggja ára afmælisuppskriftin getur ekki verið eftirbátur þeirrar köku og er það sannarlega ekki. Enda getur það ekki orðið annað en veisla fyrir bragðlaukana þegar sænsku kladdkökunni er blandað saman við nýjasta Pipp súkkulaðið og Rice krispies! Eins og ég hef talað um áður þá verð ég alltaf yfir mig spennt þegar það kemur nýtt súkkulaði á markaðinn og ég get ekki hamið mig fyrr en ég hef komið því á einhvern hátt inn í uppskrift að köku eða eftirrétti! :) Að þessu sinni settu Nói og félagar nýtt Pipp súkkulaði á markaðinn, Pipp með appelsínukaramellukremi. Ég linnti auðvitað ekki látum fyrr en það var komið í köku hjá mér sem ég bauð stelpunum í saumó upp á nýverið.

IMG_6055

Uppskrift:

  • 3 egg
  • 2 1/2 dl sykur
  • 4 msk kakó
  • 2 dl Kornax hveiti
  • 1 tsk vanillusykur
  • 150 g smjör, brætt og kælt lítillega
  • 100 g Pipp með appelsínukaramellu

Ofan á kökuna:

  • ca. 6-7 dl Rice Krispies
  • ca. 2 dl mini marshmallow – litlir sykurpúðar  (fást í Søstrene Grene - má sleppa)
  • 100 g Siríus mjólkursúkkulaði
  • 100 g Siríus suðusúkkulaði
 Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita og 24. cm smelluform smurt að innan. Ég nota kökuform úr Kokku eins og sést hér, frábærlega þægileg og þá þarf ekki að ná kökunni úr forminu. Egg og sykur hrært saman (ekki þeytt) þar til blandan verður létt og ljós. Þá er þurrefnunum bætt út og að lokum brædda smjörinu. Hrært saman í stutta stund þar til allt hefur blandast vel saman, gætið þess þó að hræra ekki deigið of mikið. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp súkkulaðið er brotið niður í bita og þeim raðað hér og þar ofan á deigið, bitunum er þrýst lítillega ofan í deigið. Bakað við 175 gráður í um það bil 25 mínútur. Athugið að kakan á að vera blaut og þó svo að hún virðist vera mjög blaut þegar hún kemur úr ofninum þá mun hún stífna þegar hún kólnar. Kakan er látin kólna í bökunarforminu áður en Rice krispies er sett ofan á.
IMG_6056

Mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði. Rice krispies og sykurpúðum (má sleppa) bætt út í smátt og smátt og magnið af því metið miðað við súkkulaðið. Blöndunni er því næst hellt yfir kökuna (sem er enn í bökunarforminu) og dreift vel úr því. IMG_6062 Kakan látin kólna í ísskáp í minnst tvo tíma eða þar til Rice krispies blandan hefur stífnað. Það er gott að láta kökuna standa í smá stund við stofuhita áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.

IMG_6072IMG_6108

 


Filed under: Afmæli, Kökur Tagged: karamellupipp uppskrift, kladdkaka með pipp, kladdkaka uppskrift, pipp uppskrift, Pipp uppskriftir, rice krispies, rice krispies kaka uppskrift, rice krispies uppskrift, rice krispies uppskrift kökur, sænsk kladdkaka, súkkulaðikaka með rice krispies, súkkulaðikaka uppskrift, uppkskrift rice krispies, uppskrift kladdkaka, uppskrift rice krispies
Viewing all 289 articles
Browse latest View live